Myrti fimm í Norður-Frakklandi

Franska lögreglan að störfum í úthverfi Dunkirk.
Franska lögreglan að störfum í úthverfi Dunkirk. AFP

Maður sem myrti alls fimm manns í dag í Norður-Frakklandi hefur gefið sig fram til lögreglu.

Að sögn lögreglu voru tveir öryggisverðir og tveir flóttamenn myrtir nálægt Dunkirk í dag. Sá fimmti var drepinn í Wormhout í um fimm kílómetra fjarlægð.

Hinn grunaði gaf sig fram til lögreglu í Ghyvelde, austan við Dunkirk, og kvaðst hafa framið morðin.

Lögregla rannsakar nú málið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka