Volodimír Selenskí Úkraínuforseti segir að Rússar séu byrjaðir að senda norðurkóreska hermenn til þess að ráðast á Úkraínumenn í Kúrsk-héraði í Rússlandi.
Sagðist hann í kvöld hafa upplýsingar um að Rússar séu byrjaðir að nota hermenn frá Norður-Kóreu í blönduðu herliði í árásum sínum og að nokkur fjöldi þeirra sé á vígstöðunum.
Tók hann einnig fram að hann hafi heyrt af Norður-Kóreumönnum á fremstu víglínu víðar.
Selenskí sagði í síðasta mánuði að 11.000 norðurkóreskir hermenn væru í Vestur-Kúrsk-héraði.