Isak Andic, milljarðamæringurinn og stofnandi tískuverslunarkeðjunnar Mango, lést í slysi í dag, samkvæmt tilkynningu frá fyrirtækinu, að sögn BBC.
Andic var 71 árs gamall en spænskir miðlar greina frá því að hann hafi fallið niður gil á fjallgöngu nálægt Barselóna á Spáni.
Andic stofnaði Mango í Barselóna árið 1984 en verslanir fyrirtækisins má finna í 120 löndum.