Verkfræðingur hjá rússneska hernum myrtur

Vopn og ökutæki í bækistöð rússneska hersins í Sýrlandi.
Vopn og ökutæki í bækistöð rússneska hersins í Sýrlandi. AFP

Mikhail Shatsky, sem er sagður hafa haft umsjón með nútímavæðingu Kh-59 og Kh-69 eldflauga sem Rússar nota gegn Úkraínu, var á dögunum skotinn til bana nálægt heimili sínu.

Þetta kemur fram í frétt Euronews

Þróaði eldflaugar sem rússneski herinn notar

Mikhail var yfirmaður hönnunar vopna hjá Mars Design Bureau, sem þróar eldflaugar sem rússneski herinn notar. 

Alexander Nezorov, rússneskur blaðamaður í útlegð, birti mynd á Telegram af manni sem líkist Shatsky liggjandi látinn í blóðlituðum snjó. Svipaðar myndir voru birtar á nokkrum rásum á forritinu sem styðja við Úkraínu.

Þá var það staðfest af Important Stories, óháðum rússneskum fjölmiðli, að líkið fannst í um 10 mínútna göngufjarlægð frá heimili Shatskys nálægt skógi í Moskvu héraði. 

Var að vinna að gervigreindartækni

Í hlutverki sínu hjá Mars var Shatsky sagður vera ábyrgur fyrir því að hafa umsjón með nútímavæðingu Kh-59 og Kh-69 stýrifluganna, sem Rússar hafa skotið á úkraínskar borgir síðan þeir hófu innrás sína árið 2022. 

Verkfræðingurinn var einnig sagður hafa unnið að gervigreindartækni fyrir rússneska dróna. 

Nokkrir úkraínskir fjölmiðlar hafa greint frá því að skotárásin var framkvæmd af leyniþjónustu Úkraínska hersins GUR og vitna í nafnlausar úkraínskar varnarmálaheimildir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka