Ætlar að frelsa gíslana án þess að láta undan

Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels.
Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels. AFP

Benja­mín Net­anja­hú, for­sæt­is­ráðherra Ísra­els, hét því að koma gísl­un­um sem eru enn á Gasa til síns heima án þess að verða við kröf­um Ham­as. Hann sagði stríðið vera á „vendipunkti“.

„Ég trúi því að við get­um komið gísl­un­um okk­ar heim án þess að verða við kröf­um Ham­as,“ sagði Net­anja­hú eft­ir að Ham­as hafnaði til­lögu Ísra­els um vopna­hlé.

„Á þess­um tíma­punkti þurf­um við þol­in­mæði og ásetn­ing til sig­urs.“

Friður styrk­ir óvin­inn

Sam­tök ætt­ingja gísl­anna hafa sakað Net­anja­hú um að hafa „enga áætl­un“ um hvernig eigi að frelsa gísl­ana. 

Net­anja­hú hélt því fram að ef bundið væri enda á stríðið núna myndi það styrkja óvini Ísra­els. 

„Að binda enda á stríðið núna und­ir nú­ver­andi aðstæðum myndi senda skila­boð til allra óvina Ísra­els um að það að ræna Ísra­els­mönn­um geti kné­sett Ísra­el. Það myndi sýna fram á að hryðju­verk virki og þau skila­boð myndu stofna hinum frjálsa heimi í hættu.“

Net­anja­hú sagði Ham­as krefjast þess að binda enda á stríðið til þess að halda áfram stjórn sinni. Þá sagði hann að brott­hvarf Ísra­els­hers frá Gasa myndi leiða til þess að Ham­as myndi styrkj­ast á ný og þar af leiðandi gera fleiri árás­ir á Ísra­el. 

„Ef við skuld­bind­um okk­ur við að binda enda á stríðið þá mun­um við ekki geta hafið bar­daga að nýju á Gasa.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert