Hvetur Pútín til að hætta að ljúga

Emmanuel Macron Frakklandsforseti.
Emmanuel Macron Frakklandsforseti. AFP

Emm­anu­el Macron, for­seti Frakk­lands, seg­ir að rúss­neski starfs­bróðir hans, Vla­dimír Pút­in, þurfi að hætta að ljúga um að vilja frið í Úkraínu á meðan hann held­ur áfram árás­um á landið.

Rúss­ar gerðu stór­felld­ar eld­flauga­árás­ir á Kænug­arð, höfuðborg Úkraínu í nótt, þar sem að minnsta kosti níu lét­ust og um 80 særðust. Þetta er ein mann­skæðasta árás á Kænug­arð frá upp­hafi stríðsins.

„Það eina sem Pútín þarf að gera er að hætta að ljúga,“ sagði Macron sem er í heim­sókn í Madaga­sk­ar.

Hann sakaði Pútín um að hafa sagt banda­rísk­um samn­inga­mönn­um að hann vilji frið en haldi áfram sprengju­árás­um á Úkraínu.

„Í Úkraínu vilja þeir aðeins ein­falt svar: Samþykk­ir Pútín skil­yrðis­laust vopna­hlé,“ sagði Macron.

Hann staðfesti þá op­in­beru af­stöðu Frakka að ábyrgðin á því að skapa frið í Úkraínu sé ein­göngu hjá Rúss­lands­for­seta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert