„Stríðsaðgerð“ sem verði svarað af fullum krafti

Frá mótmælum í Múmbaí í dag. Að undanskildum einum voru …
Frá mótmælum í Múmbaí í dag. Að undanskildum einum voru öll fórnarlömb árásarinnar á þriðjudag hindúar. AFP

Spenna á milli Ind­lands og Pak­ist­an hef­ur auk­ist hratt í kjöl­far hryðju­verka í Kasmír­héraði á þriðju­dag. Hef­ur Ind­land t.a.m. fyr­ir­skipað öll­um pakistönsk­um rík­is­borg­ur­um að yf­ir­gefa landið fyr­ir 29. apríl. Ótt­ast er að spenn­an muni stig­magn­ast og leiða til hernaðarátaka á milli ríkj­anna.

Árás­in á þriðju­dag var sú mann­skæðasta í Kasmír­héraði í rúm­an ald­ar­fjórðung, en 26 manns lét­ust. Um var að ræða ind­verska ferðamenn að ein­um und­an­skild­um sem var frá Nepal.

Að sögn vitna komu árás­ar­menn­irn­ir úr nær­liggj­andi skógi og skutu með sjálf­virk­um vopn­um. Þeir aðskildu karla frá kon­um og börn­um, og var karl­mönn­un­um skipað að fara með trú­ar­játn­ingu múslima. Þeir sem það gátu ekki voru tekn­ir af lífi.

Tveir árás­ar­menn með tengsl við pakistönsk hryðju­verka­sam­tök

Ind­versk stjórn­völd hafa kennt Pak­ist­an um árás­ina. Lög­regl­an hef­ur sagt að tveir árás­ar­menn­irn­ir séu pak­ist­ansk­ir rík­is­borg­ara og liðsmenn sam­tak­anna Lashk­ar-e-Taiba (LeT), sem eiga ræt­ur sín­ar að rekja til Pak­ist­ans.

Þó hafa önn­ur hryðju­verka­sam­tök, And­spyrnu­fylk­ing­in (The Res­ist­ance Front), TRF, lýst ábyrgð á árás­inni. Eru þau sam­tök tal­in vera af­sprengi LeT.

Pakistön­um gert að yf­ir­gefa Ind­land

Viðbrögð Ind­lands við árás­inni hafa verið rót­tæk. Ind­land ætl­ar tíma­bundið að segja upp vatnsaðstoðarsamn­ingi frá 1960, sem fel­ur í sér gagn­kvæma aðstoð ná­granna­ríkj­anna við að halda úti neyðar­vatns­birgðum á Himalaja­svæðinu.

Einnig verður stærsta landa­mæra­hliðinu milli Ind­lands og Pak­ist­ans lokað og öll­um pakistönsk­um rík­is­borg­ur­um gert að yf­ir­gefa Ind­land fyr­ir 29. apríl, að und­an­skild­um diplómöt­um.

Svara í sömu mynt

Pak­ist­an, sem hafnað hef­ur al­farið ásök­un­um Ind­lands, hef­ur svarað aðgerðunum í sömu mynt. Verður ind­versk­um diplómöt­um vísað úr landi og vega­bréfs­árit­an­ir fyr­ir ind­verska rík­is­borg­ara aft­ur­kallaðar.

Þá hef­ur Pak­ist­an einnig lokað loft­helgi sinni fyr­ir ind­versk flug og sagt að ef Ind­land reyni að stöðva vatns­flæði neyðar­vatns­birgða verði litið á það sem „stríðsaðgerð“ sem verði svarað af full­um þunga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert