Ungir Belgar í haldi grunaðir um maurastuld

Mennirnir bíða dóms í Keníu.
Mennirnir bíða dóms í Keníu. Samsett mynd

Tveir 19 ára pilt­ar voru hand­tekn­ir í Ken­íu eft­ir að upp komst að þeir höfðu sankað að sér um 5.000 maur­um.

Leik­ur grun­ur á að þeir hafi ætlað að smygla skor­dýr­un­um úr landi og selja á svört­um markaði. Maur­arn­ir eru eft­ir­sókn­ar­verð gælu­dýr en hægt er að fylgj­ast með þeim byggja upp ný­lendu í þar til gerðum búr­um.  

Málið er sagt brjóta gegn lög­um um villt dýr en markaðsvirði maur­anna er sagt um átta þúsund evr­ur eða því sem nem­ur um 1.150 þúsund krón­um. 

Vissu ekki að þetta væri ólög­legt 

Dreng­irn­ir heita Lornoy Dav­id og Seppe Lodewijckx. Þeir hafa játað brot sitt en segj­ast ekki hafa haft hug­mynd um að það sem þeir væru að gera væri ólög­legt og að þeir hafi ein­ung­is sankað að sér maur­un­um til gam­ans. 

Þeir komu til lands­ins sem ferðamenn og hafa verið í varðhaldi frá því þeir voru hand­tekn­ir 5. apríl. Eft­ir um tvær vik­ur mun dóm­ari kveða upp dóm í máli þeirra. 

Nýtt vanda­mál 

Málið þykir at­hygl­is­vert fyr­ir þær sak­ir að til þessa hafa stjórn­völd helst haft áhyggj­ur af veiðiþjóf­um sem hafa reynt að smygla ann­ars kon­ar dýra­tengd­um hlut­um yfir landa­mær­in. Á það einna helst við um belt­is­dýr en einnig hluti á borð við fíla- og nas­hyrn­ings­horn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert