Átta manns létust og fjölmargir særðust í sprengingu við gámahöfn í borginni Bandar Abbas í Íran í kvöld.
Í kjölfar sprengingarinnar kviknaði eldur og honum fylgdi mikill reykur. Skólar og skrifstofur í 23 kílómetra fjarlægð frá höfninni munu ekki opna á morgun.
Talið er að hætta sé á að eldurinn breiðist út og er mikið viðbragð á staðnum. Ekki liggur ljóst fyrir hvað olli sprengingunni.
Masoud Pezeshkian, forseti Írans, hefur vottað fjölskyldum fórnarlambanna samúð sína. Hann og Eskandar Momeni innanríkisráðherra munu heimsækja svæðið. Að sögn forsetans særðust 750 manns.
Vinnuvikan í Íran hefst á laugardögum, því voru fjölmargir starfsmenn á svæðinu. Höfnin sem um ræðir heitir Shahid Rajaee, hún er staðsett nálægt Hormuz-sundi þar sem olíuframleiðsla fer fram.