Skipulagði árásir á kynlífsverslanir

Viðkomandi var að undirbúa áras en hafði ekki enn látið …
Viðkomandi var að undirbúa áras en hafði ekki enn látið til skara skríða. mbl.is/Ómar Óskarsson

Dóm­stóll í Frakklandi hef­ur ákært og fang­elsað 17 ára stuðnings­mann Ríki íslams [ISIS] sem grunaður er um að hafa verið að skipu­leggja árás­ir á bæna­hús gyðinga, kyn­lífs­versl­an­ir og op­in­ber­ar sam­kom­ur.

„Hann var ekki kom­inn á það stig að fram­kvæma árás en hann var að und­ir­búa sig,“ sagði Bruno Retail­leau, inn­an­rík­is­ráðherra Frakk­lands, í viðtali hjá franska sjón­varps­miðlin­um LCI.

Hinn grunaði var hand­tek­inn á þriðju­dag. Verj­andi sak­born­ings­ins sagði að skjól­stæðing­ur hans væri „erfiður dreng­ur sem var að prófa mörk þess sem er bannað, það er eng­inn raun­veru­leg­ur ásetn­ing­ur,“ sagði hann.

And­legt ástand þurfi að skýra bet­ur

„Það er margt sem þarf að skýra nán­ar, sér­stak­lega varðandi and­legt ástand hans,“ bætti hann við og úti­lokaði alla „öfga­væðingu.“

Retail­leau sagði að hinn grunaði hefði svarið holl­ustu við hryðju­verka­sam­tök­in Ríki íslam.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert