Færri leiti hælis í sífellt lokaðri heimi

Margir Sýrlendingar hafa kosið að snúa aftur heim, en enduruppbygging …
Margir Sýrlendingar hafa kosið að snúa aftur heim, en enduruppbygging fer nú fram víða í Sýrlandi. AFP/Omar Haj Kadour

Gert er ráð fyr­ir að um 2,5 millj­ón­ir flótta­manna muni þurfa að yf­ir­gefa heim­ili sín og setj­ast að í nýju landi sam­kvæmt nýj­asta mati UN­HCR, flótta­manna­stofn­un­ar Sam­einuðu þjóðanna.

Sú tala sé ívið lægri en ráðgerður fjöldi flótta­manna sem tal­inn er þurfa að flytj­ast bú­ferl­um á ár­inu 2025, en sá fjöldi nem­ur 2,9 millj­ón­um.

Breytt staða sök­um stjórn­ar­skipta í Sýr­landi

Að sögn Shabia Mantoo, tals­manns UN­HRC, er þessi nýja staða aðallega til kom­in vegna breyttra aðstæðna í Sýr­landi sem hafa gert flótta­mönn­um kleift að snúa aft­ur til lands­ins.

„Við höf­um séð marga Sýr­lend­inga hafna boðum um hæli í öðrum lönd­um til þess að snúa frek­ar aft­ur til heima­lands­ins og byggja upp hið nýja sam­fé­lag,“ seg­ir hún.

Heim­ild­ir AFP herma að und­ir lok árs 2024 hafi met­fjöldi verið á flótta í heim­in­um, eða 123,2 millj­ón­ir, en sú tala hafi lækkað í 122,1 millj­ón sam­hliða því að Sýr­lend­ing­ar fóru að snúa heim í aukn­um mæli.

Vax­andi flótta­manna­vandi

Þrátt fyr­ir það er út­lit fyr­ir vax­andi flótta­manna­vanda á heimsvísu.

Ásamt öðrum ríkj­um hafi Banda­rík­in, lengi vel stærsta mót­tök­u­land flótta­fólks, skellt aft­ur dyr­un­um þegar Don­ald Trump tók við embætti í janú­ar.

„Bú­ist er við að árið 2025 verði tekið á móti fæst­um flótta­mönn­um á heimsvísu í tvo ára­tugi, jafn­vel færri en í Covid-far­aldr­in­um þegar mörg lönd stöðvuðu flótta­manna­áætlan­ir sín­ar tíma­bundið,“ er haft eft­ir Mantoo á vef AFP.

Hún ít­rek­ar þó að vand­inn ein­skorðist ekki við Banda­rík­in – margt bendi til þess að fleiri lönd séu að minnka fjölda kvóta­flótta­manna sem þau sjái sér fært að taka á móti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert