Harðar ásakanir á hendur forsætisráðherranum í nýrri skýrslu

Francois Bayrou, forsætisráðherra Frakklands, hlýtur harða gagnrýni í skýrslunni sem …
Francois Bayrou, forsætisráðherra Frakklands, hlýtur harða gagnrýni í skýrslunni sem telur yfir 300 blaðsíður. AFP

Lík­am­legt og kyn­ferðis­legt of­beldi í kaþólsk­um skóla í Frakklandi hélt áfram óáreitt árum sam­an án nokk­urs kon­ar viðbragða eða aðgerða frá Franco­is Bayrou, for­sæt­is­ráðherra Frakk­lands, sem gegndi embætti mennta­málaráðherra á ár­un­um 1993 til 1997.

Þetta eru niður­stöður svartr­ar skýrslu sem bygg­ir á rann­sókn franskra þing­manna sem var birt í dag. Þeir rann­sökuðu ásak­an­ir um of­beldi í heima­vist­ar­skól­an­um Notre-Dame de Bet­harram. Þing­menn­irn­ir bentu einnig á viðvar­andi of­beldi í öðrum frönsk­um skól­um og sökuðu ríkið um aðgerðal­eysi.

Bayrou, sem er 74 ára, hef­ur á und­an­förn­um mánuðum staðið frammi fyr­ir ásök­un­um frá stjórn­ar­and­stöðunni um að hann hafi sem mennta­málaráðherra vitað af út­breiddu lík­am­legu og kyn­ferðis­legu of­beldi í ára­tugi í Notre-Dame de Bet­harram-skól­an­um. Nokk­ur barna hans gengu í skól­ann á sín­um tíma.

„Án aðgerða sem fyrr­ver­andi mennta­málaráðherra [...] hafði tök á að grípa til, hélt þetta lík­am­lega og kyn­ferðis­lega of­beldi gegn nem­end­um Bet­harram áfram árum sam­an,“ sögðu skýrslu­höf­und­arn­ir Vi­olette Spil­le­bout og Paul Vannier.

Seg­ir þetta vera ófræg­ing­ar­her­ferð

Einn emb­ætt­is­manna í starfsteymi Bayrou hef­ur gagn­rýnt niður­stöðurn­ar sem sökuðu for­sæt­is­ráðherr­ann um aðgerðal­eysi.

„Þetta er ná­kvæm­lega öf­ugt,“ sagði emb­ætt­ismaður­inn í sam­tali við AFP, en hann kom fram und­ir nafn­leynd. „Eng­inn ráðherra sem kom á eft­ir Franco­is Bayrou reyndi að sann­reyna þetta eða koma á eft­ir­liti,“ bætti hann við.

Bayrou sjálf­ur hef­ur neitað sök og for­dæmt það sem hann kall­ar ófræg­ing­ar­her­ferð gagn­vart sér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert