Segir að Ísrael hafi samþykkt skilyrði fyrir 60 daga vopnahlé á Gasa

Donald Trump.
Donald Trump. AFP

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti seg­ir í færslu á sam­fé­lags­miðli sín­um, Truth Social, að Ísra­els­menn hafi samþykkt nauðsyn­leg skil­yrði til að ganga frá 60 daga vopna­hléi.

Trump seg­ir í færsl­unni að á á meðan fyr­ir­hugað vopna­hlé stend­ur myndu Banda­rík­in vinna með öll­um aðilum að því að binda enda á stríðið.

„Kat­ar­ar og Egypt­ar, sem hafa unnið mjög hörðum hönd­um að því að koma á friði, munu leggja fram þessa loka­til­lögu. Ég vona að Ham­as samþykki þenn­an samn­ing, því hann mun ekki batna - hann mun aðeins versna,“ seg­ir Trump.

Ísra­el hef­ur ekki staðfest að það hafi samþykkt skil­yrði samn­ings­ins og eng­in viðbrögð hafa komið frá Ham­as.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert