Svæðið á hreyfingu fyrir skriðufall

Útbúið hefur verið gagnvirkt þrívíddarlandlíkan af skriðunni. Grunnmynd frá Loftmyndum.
Útbúið hefur verið gagnvirkt þrívíddarlandlíkan af skriðunni. Grunnmynd frá Loftmyndum. Mynd/ Svarmi ehf og Veðurstofa Íslands.

Fyrstu at­hug­an­ir gefa til kynna að um sjö millj­ón­ir rúm­metra „vanti“ í hlíðar Fagra­skóg­ar­fjalls ofan skriðtung­unn­ar og dal­botns­ins. Skriðan reif með sér meira efni og hækk­un lands á dal­botn­in­um er um 10 millj­ón m3. Skriðan plægði sig niður í jarðlög á dal­botn­in­um og því nær hún lík­lega tals­vert niður fyr­ir fyrra yf­ir­borð hans, að mati vís­inda­manna Veður­stofu Íslands. Erfitt er að áætla þann hluta, seg­ir í frétt frá Veður­stof­unni, en heild­ar­rúm­mál skriðuurðar­inn­ar kann að vera á bil­inu 10–20 millj­ón m3 þegar allt er talið. Unnið er að frek­ari grein­ingu á rúm­mál­inu.

Að morgni 7. júlí féll stór skriða eða fram­hlaup úr Fagra­skóg­ar­fjalli í Hít­ar­dal. Skriðan fór yfir Hítará og stíflaði hana með þeim af­leiðing­um að lón myndaðist ofan skriðutung­unn­ar.

 Útbúið hef­ur verið land­lík­an af skriðunni byggt á ljós­mynd­um sem tekn­ar voru úr þyrlu, GPS-mæl­ing­um og mæl­ing­um með TLS-leysi­tæki. Gagn­virkt þrívídd­ar­kort af land­líkan­inu sýn­ir vel um­fang fram­hlaups­ins.  

Í frétt Veður­stof­unn­ar seg­ir að lagt hafi verið bráðabirgðamat á rúm­mál fram­hlaups­ins út frá nýja land­líkan­inu með sam­an­b­urði við land­lík­an frá því áður en skriðan féll. 

Svo­kallaðar bylgju­víxl­mæl­ing­ar (InS­AR) úr Sent­inel-1 gervi­tungl­um sýna að svæðið þar sem skriðan féll hef­ur verið á hreyf­ingu í ein­hvern tíma fyr­ir fram­hlaupið, seg­ir í sam­an­tekt Veður­stof­unn­ar.  Urðin sem fram­hlaupið kom úr sker sig úr um­hverf­inu á radar­mynd­um sem unn­ar hafa verið. Hreyf­ing­in síðustu daga fyr­ir fram­hlaup hef­ur numið að minnsta kosti ein­hverj­um sentí­metr­um, en einnig sést að svæðið var á hreyf­ingu árin 2017, 2016 og 2015 en hreyf­ing­in var hæg­ari. Það eru Vincent Drou­in hjá Há­skóla Íslands og Land­mæl­ing­um Íslands sem unnu grein­ing­una.

Skoða fleiri fjalls­hlíðar

„Að hreyf­ing sjá­ist á svæðinu áður en skriðan féll styrk­ir þá túlk­un að stór fram­hlaup hafi venju­lega ein­hvern aðdrag­anda sem hægt er að greina með gervi­tung­la­gögn­um eða öðrum mæl­ing­um,“ seg­ir í um­fjöll­un Veður­stof­unn­ar. Von­ir standa til þess að hægt verði að skoða sér­stak­lega þær hlíðar ofan byggðar og fjöl­far­inna staða þar sem mögu­leiki er tal­inn á óstöðug­leika og greina svæði sem eru á hreyf­ingu. Þau yrði síðan hægt að vakta með sömu tækni.

Skriðan er ein sú stærsta á sögulegum tíma á Íslandi.
Skriðan er ein sú stærsta á sögu­leg­um tíma á Íslandi. Ljós­mynd/​Mihails Ignats

Stór­ar skriður hafa verið áber­andi á und­an­förn­um árum og ekki er hægt að úti­loka að þær séu að verða tíðari vegna lofts­lags­breyt­inga, seg­ir í sam­an­tekt Veður­stof­unn­ar. „Það er þó erfitt að full­yrða um þetta vegna þess að til­vik­in eru fá og það þarf lang­an tíma til þess að breyt­ing verði töl­fræðilega mark­tæk.“

Lofts­lags­breyt­ing­ar gætu aukið skriðuhættu vegna þriggja mis­mun­andi teg­unda af skriðuföll­um sem viðkvæm­ar eru fyr­ir breyt­ing­um í veðurfari:

  • Sífrera­skriður geta fallið þegar hlíðar verða óstöðugar vegna bráðnun­ar sífrera.
  • Skriður tengd­ar rign­ing­um og leys­ing­um geta orðið tíðari vegna þess að bú­ast má við hlýrri vetr­um og meiri úr­komu­ákefð.
  • Skriður geta orðið tíðari í óstöðugum hlíðum þar sem jökl­ar hörfa og aðhald jök­uls­ins minnk­ar.

Nátt­úru­fræðistofn­un hef­ur tekið sam­an áhuga­verðan lista yfir stór­ar skriður sem hafa fallið frá miðri síðustu öld. Þar sést að Hít­ar­dals­skriðan var óvenju stór og efn­is­mik­il.

Ólík­legt að fram­hlaupið teng­ist sífrera

Tekn­ar voru inn­rauðar hita­mynd­ir af fram­hlaup­inu og upp­tök­um þess með sér­stakri mynda­vél frá Jarðvís­inda­stofn­un Há­skól­ans. Ef sífreri hefði verið í skriðusár­inu eða sífreraklump­ar í skriðuurðinni þá hefði það komið fram á mynd sem svæði með hita nærri frost­marki, einkum þar sem vatn rann úr sprung­um í skriðusár­inu.

„Sú var ekki reynd­in og því er talið ólík­legt að fram­hlaupið úr Fagra­skóg­ar­fjalli teng­ist sífrera. Hlíðin er ekki mjög há (efsti punkt­ur er 680 m y.s.) og hún snýr til suðaust­urs. Sífreri er helst tal­inn leyn­ast í hærri hlíðum og/​eða skugg­sæl­um norður­hlíðum þar sem freri er stund­um í og und­ir skriðuurðum,“ seg­ir í sam­an­tekt Veður­stofu Íslands.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert