Segja samráð lítið og öryggi sjúklinga í hættu

Landspítalinn við Hringbraut.
Landspítalinn við Hringbraut. mbl.is/Ómar Óskarsson

Stjórn Fé­lags ís­lenskra fæðinga- og kven­sjúk­dóma­lækna (FÍFK) gagn­rýn­ir skýrslu Svandís­ar Svavars­dótt­ur heil­brigðisráðherra, sem unn­in var af Har­aldi Briem, fyrr­um sótt­varna­lækni, um breyt­ing­ar á skipu­lagi og fram­kvæmd skimun­ar fyr­ir leg­hálskrabba­meini. 

Meðal þess sem er gagn­rýnt er að skýrsl­an taki nær ein­göngu mið af frá­sögn fram­kvæmd­araðila leg­háls­skim­ana, en ekki not­enda kerf­is­ins við þær skiman­ir, eða þeirra skjól­stæðinga sem sækja þjón­ust­una. 

Þetta kem­ur fram í opnu bréfi FÍFK til heil­brigðisráðherra. 

„Í heim­ilda­skrá skýrsl­unn­ar eru ein­ung­is heim­ild­ir frá aðilum sem bera ábyrgð á nú­ver­andi starf­semi. Skýrsl­an ber þess merki að ekki hafi farið fram skoðun á hvort upp­lýs­ing­arn­ar séu rétt­ar eða rætt við not­end­ur fer­ils­ins,“ seg­ir meðal ann­ars í bréf­inu.

Þá seg­ir einnig að skýrsl­an taki ekki af­stöðu til bréfa frá fag­fé­lög­um rann­sókn­ar­lækna og kven­sjúk­dóma­lækna, sem send voru heil­brigðisráðherra vegna vinnslu skýrsl­unn­ar. 

Haraldur Briem, fyrrum sóttvarnalæknir, er höfundur skýrslunnar. Hann hefur hlotið …
Har­ald­ur Briem, fyrr­um sótt­varna­lækn­ir, er höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Hann hef­ur hlotið gagn­rýni víða fyr­ir verk sitt. mbl.is/​Hari

Segja ör­yggi sjúk­linga ekki tryggt

Í bréfi FÍFK seg­ir einnig að ekki sé rétt kveðið á um í skýrsl­unni hver svar­tími fram­kvæmd­araðila leg­háls­skim­ana sé til skimun­araðila. Fé­lagið seg­ist hafa fylgst með hvenær rann­sókn­ar­svör ber­ast til fé­lags­manna og að gert sé ráð fyr­ir því að svar­tími sé ekki lengri en 2-3 mánuðir. 

Við skoðun FÍFK kom þó í ljós að svar­tím­inn er lengri en það, hið minnsta þrír og hálf­ur mánuður í ein­hverj­um til­fell­um. 

Þá ger­ir fé­lagið einnig at­huga­semd við að skýrslu­höf­und­ur, fyrr­nefnd­ur Har­ald­ur Briem, nefni ekki að aldrei hafi verið gert áhættu- og ör­ygg­is­mat á þeim breyt­ing­um sem inn­leiða átti á skimun­um fyr­ir leg­hálskrabba­meini. 

Þar að auki er það gagn­rýnt að skýrslu­höf­und­ur skuli ekki gera at­huga­semd við að beiðni sýna­tökuaðila, sem fært sé inn í ís­lensk­an gagna­grunn, skuli ekki notað. 

„Sér­stak­lega er at­huga­vert að skýrslu­höf­und­ur ger­ir ekki at­huga­semd við að beiðni sýna­tökuaðila sem sett er inn í ís­lensk­an gagna­grunn skuli ekki vera notuð held­ur að beiðnin sem sett er inn í danska gagna­grunn­inn sé skrifuð af öðrum aðila og fer eft­ir hvaða núm­er er á plast­pok­an­um sem sýnaglasið ligg­ur í. Veik­asti hlekk­ur kerf­is er yf­ir­færsla upp­lýs­inga og er ljóst að hér er verið að auka áhættu á mis­tök­um í nú­ver­andi kerfi. Það að hand­virkt breyta ís­lenskri kenni­tölu yfir í danska og aft­ur til baka þegar svar er fært inn í ís­lenskt kerfi er stór ör­ygg­is­ógn.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert