Ráðherra fundar með læknum um skriffinnsku

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra og Margrét Ólafía Tómasdóttir, formaður Félags …
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra og Margrét Ólafía Tómasdóttir, formaður Félags íslenskra heimilislækna. Samsett mynd/mbl.is/Kristinn Magnússon/Sigurður Bogi

Heil­brigðisráðherra hef­ur boðað Fé­lag ís­lenskra heim­il­is­lækna (FÍH) á fund vegna skriffinnsku í heil­brigðis­kerf­inu, sem hef­ur verið í umræðu upp á síðkastið.

Í könn­un sem vitnað var í í Lækna­blaðinu í mars kom fram að 59% heim­il­is­lækna höfðu upp­lifað ein­kenni kuln­un­ar stund­um, oft eða mjög oft und­an­farna 12 mánuði. Ástæðurn­ar sem minnst var á var of mikið álag en einnig oft og tíðum vegna óhóf­legr­ar papp­írs­vinnu.

Á fundi heil­brigðisráðherra og heim­il­is­lækna verður meðal ann­ars rætt um hvernig hægt sé að draga úr fjölda vott­orða og fækka til­vís­un­um.

Einnig er von um að til­vís­an­ir til barna­lækna verði að ein­hverju leyti af­numd­ar, að sögn Mar­grét­ar Ólafíu Tóm­as­dótt­ur, for­manns FÍH.

Mis­flókið að leysa vand­ann

Mis­flókið get­ur verið að leysa þenn­an vanda að sögn Mar­grét­ar.

„Með vott­orðin þá rík­ir ára­tuga­löng hefð. Eins og með vinnu­veit­enda­vott­orð í at­vinnu­líf­inu, þar þyrfti að fá inn í sam­talið Sam­tök at­vinnu­lífs­ins,“ seg­ir Mar­grét í sam­tali við mbl.is.

Einnig þurfi að koma skýr fyr­ir­mæli frá ráðherra um hvers kyns vott­orð eigi heima und­ir hatti heim­il­is­lækna.

„Varðandi til­vís­an­ir kem­ur það inn á borð Sjúkra­trygg­inga líka. Þá þyrfti reglu­gerðarbreyt­ingu í raun­inni. Sama með fjölda skipta sem eru niður­greidd hjá sjúkraþjálf­ara vegna beiðna.“

Málið flókið en auðleys­an­legt

Vanda­málið snert­ir af­skap­lega marga fleti heil­brigðis­kerf­is­ins og at­vinnu­lífs­ins, sem ger­ir málið svo­lítið flókið að sögn Mar­grét­ar.

Hins veg­ar séu þetta í raun­inni auðleys­an­leg verk­efni sem ætti að vera hægt að hreinsa til á ein­fald­an hátt „ef maður bara tek­ur af skarið og ger­ir eitt­hvað í því“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert