Brekkan jafnar sig alltaf

Brekkusöngur á Þjóðhátíð í Herjólfsdal, en brekkan þar varð eitt …
Brekkusöngur á Þjóðhátíð í Herjólfsdal, en brekkan þar varð eitt leðjusvað eftir helgina. mbl.is/Óskar Pétur

Brekkan í Herjólfsdal er öll að koma til eftir drullusvað verslunarmannahelgarinnar. Tekið hefur að glitta í grænt eftir að áburður var borinn á brekkuna á þriðjudag. 

Þetta segir Jónas Guðbjörn Jónsson, formaður Þjóðhátíðarnefndar í samtali við mbl.is.

Vika er liðin frá því Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum var haldin, þar sem brekkan í dalnum fór afar illa í mikilli rigningu helgarinnar. 

„Ég hef séð hana verri en þetta“

„Ég held að brekkan verði orðin iðagræn fyrir haustið,“ segir Jónas.

„Það hefur verið þannig venjulega. Ég hef séð hana verri en þetta.“

Vissulega hafi reynt vel á allt svæðið um verslunarmannahelgina en Jónas telur þó að gestirnir hafi endað sáttir þrátt fyrir mikla bleytu. Nefndin hafi tæklað það sem kom upp þokkalega vel. 

Lagfæra ef þörf er á

Á næstu misserum sjáist hvort þurfi að lagfæra ákveðna bletti í brekkunni. 

„En þekkjandi söguna þá held ég að þetta verði allt í lagi. Brekkan hefur alltaf jafnað sig og orðið fín. Hún fékk náttúrulega frí þarna í tvö ár og kom því sterk til baka,“ segir Jónas bjartsýnn.

Í myndbandinu hér að neðan má sjá fólk renna í drullunni um helgina. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka