Vistaður á geðdeild í gæsluvarðhaldi

Karlmaður er grunaður um að hafa veist að fyrrverandi sambýliskonu …
Karlmaður er grunaður um að hafa veist að fyrrverandi sambýliskonu sinni á Vopnafirði með járnkarli að kvöldi 16. október. Var hann upphaflega vistaður á geðdeild en hefur nú verið úrskurðaður í hefðbundið gæsluvarðhald í fangelsinu á Hólmsheiði. Rannsókn málsins er því sem næst lokið hjá lögreglu. mbl.is/Jón Sigurðsson

„Hann er í varðhaldi og það er úr­sk­urður til 11. des­em­ber,“ seg­ir Hlyn­ur Jóns­son lögmaður við mbl.is, verj­andi grunaða í Vopna­fjarðar­mál­inu, og verður þar með við beiðni um að staðfesta að skjól­stæðing­ur hans hafi verið úr­sk­urðaður áfram í gæslu­v­arðhald og að þessu sinni í hefðbundnu fang­elsi, en maður­inn hafði áður verið úr­sk­urðaður til að sæta vist­un á geðdeild vegna ótta um að hann kynni að vera háska­leg­ur sjálf­um sér.

Gæslu­v­arðhalds­úrsk­urður manns­ins átti að renna út 26. nóv­em­ber en í októ­ber kærði hann til Lands­rétt­ar gæslu­v­arðhalds­úrsk­urð Héraðsdóms Aust­ur­lands sem sneri að vist­un hans á sjúkra­húsi eða viðeig­andi stofn­un í stað gæslu­v­arðhalds. Staðfesti Lands­rétt­ur úr­sk­urð héraðsdóm­stóls­ins.

Féllust báðir dóm­stól­ar á þann rök­stuðning lög­reglu að ætla mætti að varn­araðili, grunaði, tor­veldaði rann­sókn máls­ins með því að afmá merki eft­ir brot, skjóta und­an mun­um eða hafa áhrif á vitni, færi hann frjáls ferða sinna.

„Fari hann aft­ur í óminnis­ástand...“

Lét Lands­rétt­ur þess getið að fyr­ir hann hefði verið lagt mat sér­fræðings í geðlækn­ing­um á Land­spít­ala þar sem fram hefði komið að varn­araðili hefði verið flutt­ur til mats á bráðaþjón­ustu geðsviðs 21. októ­ber og í kjöl­farið verið lagður inn á geðdeild vegna sjálfs­vígs­hættu. Sagði svo: „Varn­araðili sé enn í fullri þörf fyr­ir inn­lögn vegna von­leys­is, sjálfs­ásak­ana og reiði í eig­in garð og fari hann aft­ur í óminnis­ástand gæti hann auðveld­lega reynt að taka eigið líf.“

Að sögn Kristjáns Ólafs Guðna­son­ar, yf­ir­lög­regluþjóns lög­regl­unn­ar á Aust­ur­landi, er rann­sókn máls­ins að mestu leyti lokið af hálfu lög­reglu og verður það fljót­lega sent héraðssak­sókn­ara til ákærumeðferðar. Þetta tjáði Kristján mbl.is í gær.

Er sá sem vist­un­inni sæt­ir grunaður um að hafa veist að brotaþola, fyrr­ver­andi sam­býl­is­konu sinni, að kvöldi 16. októ­ber, reynt að stinga hana í kviðinn með járn­karli og herða að önd­un­ar­vegi henn­ar með verk­fær­inu uns hún sá hvítt.

Var lög­regla kölluð á vett­vang ásamt sjúkra­flutn­inga­mönn­um og fékk þá upp­lýs­ing­ar um að grunaði hefði verið á vett­vangi en yf­ir­gefið hann. Kvað brotaþoli grunaða hafa ætlað að drepa hana og veist að henni með járn­karl­in­um í því skyni. Sagði vitni kon­una hafa legið á gólf­inu eft­ir aðfar­ir grunaða.

Hand­tek­inn á ný

Við hand­töku skömmu síðar viður­kenndi grunaði árás­ina og að málið væri al­var­legt en síðar kom í ljós, eft­ir skoðun brotaþola á sjúkra­húsi, að at­laga fyrr­ver­andi sam­býl­is­manns henn­ar hefði getað kostað hana lífið. Sagði í skýrslu þaðan að sjá­an­leg­ir áverk­ar væru mikl­ir, meðal ann­ars mar og sár á vinstri fæti, hálsi og hnakka auk mars á hægri öxl. Þá væri hægri hönd mjög bólg­in og mikið sár í hægri lófa.

Hafði grunaða verið sleppt úr haldi en að meðteknu fram­an­greindu sá lög­regla sig knúna til að hand­taka hann á ný og krefjast gæslu­v­arðhalds.

Í gögn­um lög­reglu kem­ur fram að grunaði beri við minn­is­leysi um margt af því sem átti sér stað að kvöldi 16. októ­ber, kveðst hann hafa farið í svo­kallað „black out“ og tefldi lög­regla þeim rök­um fram með gæslu­v­arðhalds­beiðni sinni, að sú ráðstöf­un væri nauðsyn­leg til að verja aðra fyr­ir árás­um manns­ins, ekki síst brotaþola.

Stig­mögn­un of­beld­is

Fram kom í úr­sk­urði Héraðsdóms Aust­ur­lands að fleiri brot grunaða væru til rann­sókn­ar hjá lög­reglu, hvort tveggja brot hans gegn brotaþola í þessu til­tekna máli, en auk þess gagn­vart öðrum. Er hér að lok­um gripið niður í rök­stuðning héraðsdóms:

„Það er því hugs­an­legt að um sé að ræða ákveðna stig­mögn­un of­beld­is hjá varn­araðila. Þá má einnig benda á að sak­born­ing­ur tel­ur sig sjálf­an þurfa að fá geðmat, skv. því sem fyr­ir ligg­ur í skýrslu­töku af hon­um. Í ljósi þessa og einnig þeirr­ar viðkvæmu stöðu sem brotaþoli er í sem deil­ir for­ræði drengs með kærða, og býr þar sem kærði býr einnig, en um [...] metr­ar eru frá húsi varn­araðila að húsi brotaþola, tel­ur því lög­reglu­stjóri ein­sýnt að upp­fyllt séu skil­yrði um nauðsyn gæslu­v­arðhalds með til­liti til al­manna­hags­muna, ekki síst brotaþola.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert