Kennarar og læknar í Karphúsið að nýju klukkan níu

Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands t.v., Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari fyrir …
Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands t.v., Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari fyrir miðju og Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands t.h. Samsett mynd/Sigurður Bogi/Hákon Pálsson/Sigurður Bogi

Samningsaðilar Kennarasambands Íslands og Læknafélags Íslands mæta aftur í Karphúsið klukkan níu í fyrramálið.

Fundi lækna lauk fyrir skömmu um hálf sjö og fundi kennara lauk um fimm segir Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari.

Ástráður sagði í samtali við mbl.is fyrr í dag að samtal ríkissáttasemjara og kennara gengi betur og betur en að það væri ekki úr háum söðli að detta.

„Það er í sjálfu sér óbreytt,“ sagði Ástráður spurður út í viðbrögð sín að fundi loknum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert