Gosmengun berst til norðurs og norðvesturs

Eldgosið heldur áfram að malla.
Eldgosið heldur áfram að malla. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hraunflæði í eldgosinu í Sundhnúkagígum er áfram mest til austur og suðausturs og framrás á jaðrinum er hæg.

Lítil sem engin breyting hefur verið á gosinu í nótt, að því er segir í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.

Veðurspá gerir ráð fyrir suðlægri eða breytilegri átt framan af degi í dag og berst gosmengun aðallega til norðurs og norðvesturs.

Kort/Veðurstofa Íslands
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka