Hraunflæðið að mestu til suðausturs

Frá eldgosinu á Sundhnúkagígaröðinni.
Frá eldgosinu á Sundhnúkagígaröðinni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Virknin í eldgosinu við Sundhnúkagíga hefur verið stöðug í nótt eins og síðustu daga og gosóróinn er einnig svipaður.

Hraunflæðið frá virka gígnum er enn að renna að mestu til suðausturs. Framrás hraunjaðarsins er þó hæg, að því er segir í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.

Veðurspá gerir ráð fyrir suðlægri eða breytilegri átt og því má búast má við gasmengun einkum í kringum gosstöðvarnar og á norðvesturhluta Reykjanesskaga. Norðaustlægari átt verður seinnipartinn og þá mun gasmengunin fara til suðvesturs.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka