Kanna með dróna hvort gosinu sé lokið

Lítil virkni var í gosinu um helgina.
Lítil virkni var í gosinu um helgina. mbl.is/Árni Sæberg

Enga virkni hefur mátt sjá í gígnum á Sundhnúkagígaröðinni frá því í gærmorgun.

Lélegt skyggni hefur verið á svæðinu undanfarinn sólarhring svo ekki hefur sést nægilega vel til gosstöðvanna.

Þetta segir Jóhanna Malen Skúladóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands.

Óróamælingar óáreiðanlegar

Þá hefur veðrið sömuleiðis truflað mæla á svæðinu en hvass vindur á Reykjanesskaga kemur fram í óróamælingum.

Þegar veðrið gengur niður munu jarðvísindamenn fljúga dróna yfir gosstöðvarnar til að kanna hvort virknin hafi alveg dottið niður. Að sögn Jóhönnu verður það vonandi í síðasta lagi um hádegisbil.

Landris hafið

Smám saman hefur dregið úr virkni eldgossins á Sundhnúkagígaröðinni síðustu daga. Gosið hófst með skömmum fyrirvara 20. nóvember.

Landris er hafið á ný undir Svartsengi og sýna GPS-mæl­ing­ar hæga breyt­ingu upp á við á nokkr­um stöðvum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka