Dagur B. Eggertsson var sá frambjóðandi til Alþingis sem kjósendur strikuðu oftast yfir eða færðu neðar á lista. Þar á eftir koma Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir og Bjarni Benediktsson.
Þetta kemur fram í skýrslum yfirkjörstjórna.
Alls voru sautján frambjóðendur strikaðir út eða færðir neðar á lista oftar en hundrað sinnum, þar af eru fimm úr Sjálfstæðisflokknum, þrír úr Viðreisn, fjórir úr Samfylkingunni, þrír úr Miðflokknum, einn úr Framsókn og einn úr Flokki fólksins.
Þeir frambjóðendur sem oftast var strikað yfir eða voru færðir neðar á lista í sínu kjördæmi voru Jens Garðar Helgason (86) í Norðausturkjördæmi, Gunnar Bragi Sveinsson (210) í Norðvesturkjördæmi, Jón Gnarr (225) í Reykjavíkurkjördæmi suður, Dagur B. Eggertsson (1.453) í Reykjavíkurkjördæmi norður, Halla Hrund Logadóttir (192) í Suðurkjördæmi og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir (591) í Suðvesturkjördæmi.
Hér fyrir neðan má sjá útstrikanir eða færslur nafna neðar á lista eftir kjördæmum og flokkum:
Norðausturkjördæmi
Framsókn:
- Ingibjörg Ólöf Isaksen 8
- Þórarinn Ingi Pétursson 23
- Jónína Brynjólfsdóttir 3
- Skúli Bragi Geirdal 2
Viðreisn:
- Ingvar Þóroddsson 5
- Heiða Ingimarsdóttir 1
- Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir 2
Sjálfstæðisflokkurinn:
- Jens Garðar Helgason 86
- Njáll Trausti Friðbertsson 67
- Berglind Harpa Svavarsdóttir 12
- Jón Þór Kristjánsson 2
Flokkur fólksins:
- Sigurjón Þórðarson 18
- Katrín Sif Árnadóttir 27
- Sigurður H. Ingimarsson 2
Miðflokkur:
- Sigmundur Davíð Gunnlaugsson 23
- Þorgrímur Sigmundsson 27
- Ágústa Ágústsdóttir 15
- Inga Dís Sigurðardóttir 1
Samfylkingin:
- Logi Einarsson 76
- Eydís Ásbjörnsdóttir 2
- Sæunn Gísladóttir 0
- Sindri S. Kristjánsson 3
Norðvesturkjördæmi
Framsóknarflokkur:
- Stefán Vagn Stefánsson 61
- Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir 12
- Halla Signý Kristjánsdóttir 15
Viðreisn:
- María Rut Kristinsdóttir 1
- Edit Ómarsdóttir 4
- Alexander Aron Guðjónsson 9
Sjálfstæðisflokkurinn:
- Ólafur Guðmundur Adolfsson 9
- Björn Bjarki Þorsteinsson 9
- Auður Kjartansdóttir 7
Flokkur fólksins:
- Eyjólfur Ármansson 2
- Lilja Rafney Magnúsdóttir 23
- Bragi Þór Thoroddsen 4
- Heiða Rós Eyjólfsdóttir 3
Miðflokkurinn:
- Ingibjörg Davíðsdóttir 4
- Gunnar Bragi Sveinsson 210
- Sigurður Páll Jónsson 7
Samfylkingin:
- Arna Lára Jónsdóttir 11
- Hannes S. Jónsson 12
- Jóhanna Ösp Einarsdóttir 3
Reykjavíkurkjördæmi suður
Viðreisn:
- Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir 30
- Jón Gnarr 225
- Aðalsteinn Leifsson 17
- Diljá Ámundadóttir Zoega 15
Sjálfstæðisflokkurinn:
- Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir 89
- Hildur Sverrisdóttir 40
- Jón Pétur Zimsen 12
- Sigurður Örn Hilmarsson 6
- Tómas Þór Þórðarson 11
- Birna Bragadóttir 7
Flokkur fólksins:
- Inga Sæland 4
- Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir 13
- Rúnar Sigurjónsson 2
- Helga Þórðardóttir 1
Miðflokkurinn:
- Snorri Másson 33
- Þorsteinn B Sæmundsson 17
- Fjóla Hrund Björnsdóttir 8
Samfylkingin:
- Jóhann Páll Jóhannsson 35
- Ragna Sigurðardóttir 3
- Kristján Þórður Snæbjarnarson 17
- Sigurþóra Steinunn Bergsdóttir 1
- Vilborg Kristín Oddsdóttir 2
- Birgir Þórarinsson 4
Reykjavíkurkjördæmi norður
Viðreisn:
- Hanna Katrín Friðriksson 14
- Pawel Bartoszek 110
- Grímur Grímsson 31
- Katrín Sigríður Júlíu Steingrímsdóttir 3
- Pétur Björgvin Sveinsson 4
- Eva Pandora Baldursdóttir 8
Sjálfstæðisflokkurinn:
- Guðlaugur Þór Þórðarson 209
- Diljá Mist Einarsdóttir 57
- Brynjar Níelsson 64
- Hulda Bjarnadóttir 9
Flokkur fólksins:
- Ragnar Þór Ingólfsson 12
- Marta Wieczorek 8
- Björn Jónas Þorláksson 1
Miðflokkurinn:
- Sigríður Á. Andersen 41
- Jakob Frímann Magnússon 262
- Bessí Þóra Jónsdóttir 3
Samfylkingin:
- Kristrún Frostadóttir 49
- Dagur B. Eggertsson 1.453
- Þórður Snær Júlíusson 295
- Dagbjört Hákonardóttir 31
- Sigmundur Ernir Rúnarsson 59
- Anna María Jónsdóttir 5
- Pétur Marteinn Urbancic Tómasson 4
- Lilja Hrönn Önnudóttir Hrannarsdóttir 2
Suðurkjördæmi
Framsókn:
- Halla Hrund Logadóttir 192
- Sigurður Ingi Jóhannsson 18
- Jóhann Friðrik Friðriksson 16
- Fida Abu Libdeh 8
Viðreisn:
- Guðbrandur Einarsson 45
- Sandra Sigurðardóttir 13
- Mathias Bragi Ölvisson 2
Sjálfstæðisflokkurinn:
- Guðrún Hafsteinsdóttir 25
- Vilhjálmur Árnason 3
- Ingveldur Anna Sigurðardóttir 19
- Gísli Stefánsson 21
Flokkur fólksins:
- Ásthildur Lóa Þórsdóttir 15
- Sigurður Helgi Pálmason 2
- Elín Íris Fanndal Jónasdóttir 3
- Jónas Yngvi Ásgrímsson 2
Miðflokkurinn:
- Karl Gauti Hjaltason 146
- Heiðbrá Ólafsdóttir 5
- Ólafur Ísleifsson 21
Samfylkingin:
- Víðir Reynisson 27
- Ása Berglind Hjálmarsdóttir 13
- Sverrir Bergmann Magnússon 11
- Arna Ír Gunnarsdóttir 15
Suðvesturkjördæmi
Viðreisn:
- Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir 130
- Sigmar Guðmundsson 84
- Eiríkur Björn Björgvinsson 11
- Karólína Helga Símonardóttir 6
- Valdimar Breiðfjörð Birgisson 7
- V. Ester Halldórsdóttir 3
Sjálfstæðisflokkurinn:
- Bjarni Benediktsson 544
- Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir 591
- Bryndís Haraldsdóttir 71
- Rósa Guðbjartsdóttir 210
- Jón Gunnarsson 224
- Árni Helgason 11
- Ragnhildur Jónsdóttir 11
- Viktor Pétur Finnsson 8
Flokkur fólksins:
- Guðmundur Ingi Kristinsson 6
- Jónína Björk Óskarsdóttir 0
- Grétar Mar Jónsson 3
- Þóra Gunnlaug Briem 0
Miðflokkurinn:
- Bergþór Ólason 109
- Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir 10
- Eiríkur S. Svavarsson 12
- Anton Sveinn McKee 12
Samfylkingin:
- Alma Möller 106
- Guðmundur Ari Sigurjónsson 16
- Þórunn Sveinbjarnardóttir 102
- Árni Rúnar Þorvaldsson 8
- Jóna Þórey Pétursdóttir 1
- Hildur Rós Guðbjargardóttir 2