Harður árekstur á Þorlákshafnarvegi

Áreksturinn varð um klukkan hálf fjögur í dag.
Áreksturinn varð um klukkan hálf fjögur í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Harður árekstur tveggja bifreiða varð á Þorlákshafnarvegi í Ölfusi um klukkan hálf fjögur í dag og var nokkur viðbúnaður vegna þessa.

Frá þessu segir Þorsteinn M. Kristinsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, í samtali við mbl.is.

Þrátt fyrir að áreksturinn hafi verið harður er talið að áverkar á fólki hafi verið minni háttar og má því segja að betur hafi farið en á horfðist, að sögn Þorsteins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka