Segir Þorgerði Katrínu villa fyrir um stöðu ríkissjóðs

Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir Þorgerði Katrínu villa fyrir …
Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir Þorgerði Katrínu villa fyrir um ríkisfjármálin. Samsett mynd

Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir í Facebook-færslu Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formann Viðreiðsnar, vera að villa mönnum sýn um ríkisfjármálin. 

Þorgerður Katrín sagði í samtali við mbl.is á dögunum að ný afkomuspá ríkissjóðs um að halli á ríkissjóð verði meiri á næsta ári en upphaflega var áætlað hafi að vissu leyti tafið stjórnarmyndunarviðræður Viðreisnar, Samfylkingarinnar og Flokks Fólksins. 

Lakari afkoma nú áætluð en var áður

„Þorgerður segir hér í meðfylgjandi frétt sé að ræða 30-50 milljarða auka halla um umfram það sem áður var áætlað,“ segir í skrifar Njáll. 

Eins og segir í fyrri frétt er heild­araf­koma A1-hluta rík­is­sjóðs árið 2025 nú áætluð nei­kvæð um 1,2% af vergri lands­fram­leiðslu. Er það lak­ari af­koma en áætlað var við fram­lagn­ingu fjár­laga­frum­varps­ins í sept­em­ber og fjár­mála­áætl­un­ar 2025- 2029 í apríl. 

Njáll heldur þá áfram í færslu sinni:

„Nú veit ég hvernig hún fær þessar tölur. Breytingin á framsettum frumvarpi til fjárlaga (í september) þar sem reiknað með 41 milljarða króna halla eða um 0,8% af vergri landsframleiðslu (VLF). Endanleg fjárlög voru afgreidd frá Alþingi með 59 milljarða króna halla eða 1,2% af VLF. Breytingin er upp á 18 milljarða eða 0,4% af VLF, það er heildarjöfnuður verði neikvæður 1,2% af VLF.

„Ekkert nýtt eða óvænt í stöðu ríkissjóðs“

Þá segir hann að það hafi verið öllum ljóst sem fylgdust með í fjárlagaumræðunni hver staða ríkisfjármálanna væri. 

Það er öllum ljóst að afkoma ríkissjóðs er 18 milljörðum verri en áætlað var við framlagningu fjárlagafrumvarpsins í haust þetta kom allt fram í vinnu fjárlaganefndar og þingsins í tengslum við 2. og 3. umræðu frumvarpsins sem afgreitt var í þingsal 12 dögum fyrir kosningar.“

„Hér er ekkert nýtt eða óvænt í stöðu ríkisjóðs. Nú er spurning hvort það sé verið að villum mönnum sýn og reyna að búa til einhverja nýja sviðsmynd í pólitískum tilgangi.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka