Mathöll, rúmbetri brottfararsalur, sex ný brottfararhlið og þar af fjögur með landgöngum alla leið út í vél er meðal þess sem prýðir nýja tæplega 30 milljarða króna austurálmu Keflavíkurflugvallar.
Álman telur um 25 þúsund fermetra og er um þriðjungs stækkun á flugstöðinni eins og hún hefur verið á undanförnum árum.
mbl.is fékk að lítast um í nýju álmunni í dag.
Rúmgóður brottfararsalur
Brottfararsalurinn nýi er ansi rúmgóður. Þar er að finna sex ný brottfararhlið og salernisaðstöðu. Bylting fyrir brottfararfarþega og starfsfólk Keflavíkurflugvallar.
25 þúsund fermetra austurálman er grunnur af því sem koma skal í framtíðaruppbyggingu Keflavíkurflugvallar.
mbl.is/Karítas
Nýi brottfararsalurinn er rúmgóður og mun bæði auka þægindi fyrir flugfarþega og starfsfólk Keflavíkurflugvallar.
mbl.is/Karítas
Starfsfólk Isavia var enn í óða önn að leggja lokahönd á ásýnd og aðstöðu í brottfararsalnum nýja þegar blaðamaður og ljósmyndari mbl.is voru á svæðinu.
mbl.is/Karítas
Fyrstu farþegarnir gengu um brottfararsalinn í dag þegar gerð var raunprófun á aðstöðunni.
mbl.is/Karítas
Í nýjum brottfararsal er að finna salernisaðstöðu sem eykur á þægindi farþega.
mbl.is/Karítas
Á þriðju hæðinni verða framtíðar landamærin frá landinu. Rýmið er tilbúið undir innréttingar.
mbl.is/Karítas
Ný mathöll
Á undanförnum 24 mánuðum hafa verslanir og veitingastaðir fengið uppfærslu í flugstöðvarbyggingunni. Í tengibyggingu austurálmunnar við gömlu flugstöðvarbygginguna hafa verið opnaði þrír nýir veitingastaðir í mathöll.
Mathöll hefur opnað með þremur nýjum veitingastöðum auk „grab and go-veitingastaðar“, þar sem fljótlegt er að grípa eitthvað með sér á hlaupum.
mbl.is/Karítas
Sex ný brottfararhlið
Fjögur af sex nýjum brottfararhliðum hafa landgang sem liggur alla leið út í vél en við hin tvö hliðin eru ný rútustæði, sem eru töluvert rúmbetri en eldri stæði í flugstöðinni.
Sex ný bottfararhlið eru við brottfararsalinn og þar af fjögur með landgöngum alla leið út í vél.
mbl.is/Karítas
Þau brottfararhlið sem eru ekki með landgang beint út í vél eru með rútustæði en nýju stæðin eru rúmbetri en eldri rútustæði á vellinum.
mbl.is/Karítas
Bylting fyrir starfsfólkið
Sett hefur verið upp nýtt baksvæði fyrir farangursbelti og töskusalurinn í flugstöðinni hefur verið stækkaður – sannkölluð bylting fyrir þá sem ganga um svæðin.
Nýi töskusalurinn er talsvert rúmbetri en sá gamli.
mbl.is/Karítas
Nýja austurálman mætir gömlu flugstöðvarbyggingunni þar sem skilin eru í gólfinu og á milli súlnanna tveggja fyrir miðri mynd.
mbl.is/Karítas
Mikil breyting er á aðstöðu starfsfólks við farangursaffermingu. Nú keyra töskubílarnir farangurinn beint inn á viðkomandi færiband.
mbl.is/Karítas
Reglulega þarf að gera prófanir á töskuböndum og þeim tæknibúnaði sem þeim fylgja. Starfsfólk Keflavíkurflugvallar hefur safnað saman gömlum og úr sér gengnum töskum til verksins.
mbl.is/Karítas