Bónus: Íslendingar velja íslenskt

Stór hluti innkaupa Íslendinga er íslensk framleiðsla.
Stór hluti innkaupa Íslendinga er íslensk framleiðsla. Samsett mynd

Íslendingar velja frekar íslenskar afurðir en innfluttar, segja tölur Bónus yfir innkaupakörfur viðskiptavina verslunarinnar.

Af innkaupakörfum Íslendinga sem versla við Bónus er 41% landbúnaður og sjávarfang.

Þá eru 22% ofan á það íslensk framleiðsla.

Að jafnaði eru því 63% af innkaupakörfum viðskiptavina Bónus landbúnaður og íslensk framleiðsla.

Þetta sagði Björg­vin Vík­ings­son, fram­kvæmda­stjóri Bón­us, á opn­um fundi Fé­lags at­vinnu­rek­enda á Grand Hót­eli í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert