Íslendingar velja frekar íslenskar afurðir en innfluttar, segja tölur Bónus yfir innkaupakörfur viðskiptavina verslunarinnar.
Af innkaupakörfum Íslendinga sem versla við Bónus er 41% landbúnaður og sjávarfang.
Þá eru 22% ofan á það íslensk framleiðsla.
Að jafnaði eru því 63% af innkaupakörfum viðskiptavina Bónus landbúnaður og íslensk framleiðsla.
Þetta sagði Björgvin Víkingsson, framkvæmdastjóri Bónus, á opnum fundi Félags atvinnurekenda á Grand Hóteli í dag.