Gular viðvaranir vegna storms og hríðar

Gular viðvaranir taka gildi á miðnætti.
Gular viðvaranir taka gildi á miðnætti. Kort/Veðurstofa Íslands

Spáð er versnandi veðri á landinu seint í kvöld og hafa verið gefnar út gular viðvaranir á Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum, Norðurlandi vestra og á miðhálendinu vegna suðaustan hvassviðris eða storms og hríðar.

Viðvarirnar taka gildi um miðnætti og verða í gildi fram eftir degi á morgun.

Það verða suðvestan 5-13 m/s og él eða slydduél en yfirleitt verður þurrt um landið norðaustanvert. Það styttir víða upp seinni partinn. Seint í kvöld verður vaxandi suðaustanátt með rigningu og hlýnandi veðri sunnan- og vestanlands.

Á morgun verða sunnan 15-23 m/s og rigning, hvassast vestan til, en úrkomuminna á Norðausturlandi. Hitinn verður 2-9 stig. Síðdegis verða suðvestan 10-18 m/s og það kólnar í veðri með éljum.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert