Kaflaskil á landsfundi um helgina

Bjarni Benediktsson, fráfarandi formaður flokksins, eftir endurkjör hans á síðasta …
Bjarni Benediktsson, fráfarandi formaður flokksins, eftir endurkjör hans á síðasta landsfundi árið 2022. mbl.is/Eggert

Sjálfstæðismenn hvaðanæva af landinu drífur nú til Reykjavíkur, en á morgun hefst landsfundur þeirra í Laugardalshöll, langstærsta reglulega stjórnmálasamkunda landsins. Um 2.100 manns hafa seturétt á fundinum og er búist við fullri mætingu.

Að þessu sinni er meginverkefni fundarins þó að velja flokknum nýja forystu, en sem kunnugt er sækjast hvorki Bjarni Benediktsson formaður né Þórdís K. R. Gylfadóttir varaformaður eftir endurkjöri.

Fylkingar takast á

Til formanns hafa boðið sig fram þingmennirnir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Guðrún Hafsteinsdóttir. Ekki er teljandi skoðanamunur á þeim, en segja má að þær séu fulltrúar sitt hvorrar kynslóðarinnar.

Áslaug leggur mikla áherslu á að flokkurinn þurfi að huga bæði að erindi sínu og ásýnd, einkum til að ná betur til yngri kynslóða, sem margt bendi til að aðhyllist borgaraleg sjónarmið og megi virkja betur.

Guðrún hefur lýst svipuðum sjónarmiðum og vill ná til fólks, sem hafi fjarlægst Sjálfstæðisflokkinn og kosið aðra flokka af ýmsum ástæðum, það þurfi að „koma aftur heim“.

Í því skyni kveðst hún vilja vinda ofan af flokkadráttum og fylkingum innan flokksins, sem hún hafi ekki tekið þátt í. Hvort það síðan gengur eftir er annað mál, en bent er á að Guðlaugur Þór Þórðarson og fylgismenn hans hafi velflestir snúist á sveif með Guðrúnu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert