Neyðarfundur um framtíð skólans

Ljósmynd/Colourbox

Hjallastefnan í Reykjavík hefur kallað starfsfólk sitt og foreldra á neyðarfund í kvöld, þar sem ræða á framtíð skólans, eða skort þar á.

Þetta staðfestir Kristín Kolbeinsdóttir, foreldri barns í skólanum.

Reykjavíkurborg hefur ekki getað skaffað húsnæði fyrir skólastarfsemina og hafa bæði barnaskólinn í Reykjavík og leikskólinn Askja verið í bráðabirgðarhúsnæði í þónokkurn tíma.

Skortur á húsnæði hefur orðið til þess að foreldrar gætu nú þurft að sækja um flutning fyrir börnin sín, þar sem líklegt er að loka þurfi bæði skólanum og leikskólanum í sumar.

Á það sérstaklega við um foreldra leikskólabarnanna, þar sem lokað verður fyrir umsóknir um leikskólapláss 3. mars.

Tæplega 200 leikskólabörn myndu þá missa leikskólaplássið sitt ef borgin finnur ekki húsnæði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert