Stofna á sérstaka einingu hjá embætti héraðssaksóknara sem mun hafa leiðandi hlutverk á landsvísu til að efla getu yfirvalda til að endurheimta ávinning af glæpum, þ.e. svokallað illa fengið fé eða illa fenginn ágóða af glæpastarfsemi. Á einingin að aðstoða lögregluembætti og hafa umsjón yfir haldlögðum og kyrrsettum eignum.
Þá verða heimildir lögreglu auknar þegar kemur að haldlagningu og rannsókn á eignum þeirra sem til rannsóknar eru einnig.
Þetta er á meðal þess sem kveðið er á um í nýju frumvarpi Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra, en frumvarpið er nú til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda og er umsagnarfrestur til 12. mars.
Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins kemur fram að samhliða stofnun einingarinnar verða eftirtaldar breytingar lagðar til:
„Þetta frumvarp er nýtt og mikilvægt skref í baráttunni við skipulagða glæpastarfsemi sem er áherslumál þessarar ríkisstjórnar,“ er haft eftir Þorbjörgu í tilkynningunni. Jafnframt er þar haft eftir henni að frumvarpið auki skilvirkni lögreglu til að sinna því hlutverki að endurheimta illa fenginn ágóð. „Það er stefna okkar að taka fast á skipulagðri glæpastarfsemi.“
Tekið er fram í tilkynningunni að með frumvarpinu sé verið að færa regluverk til betra samræmis við regluverk á hinum Norðurlöndunum og að það sé einnig liður í að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar.