Íbúðir á bensínlóð við Birkimel

Fyrstu drög að byggingunni sem stendur til að reisa á …
Fyrstu drög að byggingunni sem stendur til að reisa á lóðinni. Landsbókasafnið sést í bakgrunni. Tölvumynd/Nordic Office

Upp­bygg­ing íbúðar­hús­næðis á bens­ín­stöðvar­lóðum í Reykja­vík held­ur áfram. Nú er röðin kom­in að lóð Ork­unn­ar, áður Skelj­ungs, við Birki­mel.

Þetta verða ef­laust eft­ir­sótt­ar íbúðir enda í ná­grenni við Lands­bóka­safnið, Eddu, Hót­el Sögu, Mela­skóla og Há­skóla­bíó. Um­hverf­is- og skipu­lags­ráði var falið að af­greiða málið.

Í kynn­ingu á nýju deili­skipu­lagi, sem unnið er af arki­tekta­stof­unni Nordic Office of Architect­ure, kem­ur fram að stærð lóðar­inn­ar er 1.452 fer­metr­ar og bygg­ing­areit­ur­inn er 880 fm. Áformað er að byggja 4-5 hæða hús með 42 íbúðum af ýms­um stærðum og gerðum. Bygg­ing­in verður brot­in upp og skipt í þrjá hluta sem stall­ast og hliðrast til meðfram Birki­mel, eins og seg­ir í kynn­ing­unni. Í henni eru birt­ar tölvu­mynd­ir sem sýna drög að út­liti.

Bygg­inga­magn of­anj­arðar verði 4.120 fm og neðanj­arðar 1.452 fm, eða sam­tals 5.572 fer­metr­ar. Sam­eig­in­leg­ar miðlæg­ar þaksval­ir verði 222 fm. Nú er á lóðinni eitt hús, 100 fer­metra bens­ín­stöð og veit­ingastaður. Húsið verður fjar­lægt og sömu­leiðis bens­ín­dæl­ur. Nýt­ing­ar­hlut­fall fari úr 0,05 í 3,84.

Á þessum stað við Birkimelinn hefur verið selt bensín um …
Á þess­um stað við Birki­mel­inn hef­ur verið selt bens­ín um ára­tuga skeið. Sá tími er að líða und­ir lok. Morg­un­blaðið/​sisi

Nán­ari um­fjöll­un má finna í Morg­un­blaðinu í gær, laug­ar­dag. Einnig má nálg­ast hana án end­ur­gjalds í Mogg­an­um, nýju appi Morg­un­blaðsins og mbl.is.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert