Söfnuðu 11 milljónum á tveimur dögum

Sundlaug Reykjadals hefur alla tíð verið hjarta starfseminnar og fara …
Sundlaug Reykjadals hefur alla tíð verið hjarta starfseminnar og fara gestir jafnvel í laugina nokkrum sinnum á dag. Ljósmynd/Aðsend

Yfir 11 millj­ón­ir króna hafa safn­ast fyr­ir end­ur­bót­um á sund­laug Reykja­dals, en þar hef­ur Styrkt­ar­fé­lag lamaðra og fatlaðra rekið sum­ar­búðir fyr­ir fötluð börn og ung­menni í 62 ár.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Styrkt­ar­fé­lagi lamaðra og fatlaðra.

Náðu mark­miðinu á aðeins tveim dög­um

Seg­ir þar að sund­laug Reykja­dals hafi alla tíð verið hjarta starf­sem­inn­ar og að gest­ir fari jafn­vel í laug­ina nokkr­um sinn­um á dag.

Hún hafi hins veg­ar staðið fyr­ir veru­leg­um viðhaldsþörf­um og hófst því söfn­un­ar­her­ferð dag­inn fyr­ir sum­ar­dag­inn fyrsta til að tryggja áfram­hald­andi ör­yggi og ánægju gesta.

Var mark­mið styrkt­ar­fé­lags­ins að safna 10 millj­ón­um króna til að gera nauðsyn­leg­ar lag­fær­ing­ar.

Seg­ir í til­kynn­ing­unni að viðbrögðin hafi hins veg­ar verið ótrú­leg og að 11 millj­ón­ir króna hafi safn­ast á aðeins tveim dög­um.

Stefna hærra

„En við stopp­um ekki þar! Draum­ur­inn er að safna 20 millj­ón­um króna, sem myndi gera okk­ur kleift að upp­færa all­an búnað sund­laug­ar­inn­ar og tryggja að hún verði enn betri og ör­ugg­ari fyr­ir alla gesti.

Draumamarkmið Styrktarfélagsins er nú að ná að safna 20 milljónum …
Drauma­mark­mið Styrkt­ar­fé­lags­ins er nú að ná að safna 20 millj­ón­um króna. Ljós­mynd/​Aðsend

Við erum djúpt snort­in af þess­um viðbrögðum og þakk­lát fyr­ir þann sam­hug sem sam­fé­lagið hef­ur sýnt. Þetta sýn­ir að sam­an get­um við gert ótrú­lega hluti,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Söfn­un­in held­ur áfram á sofn­un.reykja­dal­ur.is og eru all­ir hvatt­ir til að taka þátt og hjálpa við að ná mark­miðinu.

Ljós­mynd/​Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert