Nemendur FG styrktu BUGL um 1.2 milljón

Á myndinni má sjá Jónas Breka Kristinsson og Kristínu Jóhönnu …
Á myndinni má sjá Jónas Breka Kristinsson og Kristínu Jóhönnu Svansdóttur, formenn góðgerðarviku NFFG, ásamt öðrum nefndarmeðlimum og starfsmönnum barna- og unglingageðdeildar Landspítalans, Unnsteini Jóhannssyni, ráðgjafa og Tinnu Guðjónsdóttur, deildarstjóra. Ljósmynd/Aðsend

Nem­enda­fé­lag Fjöl­brauta­skól­ans í Garðabæ af­henti barna- og ung­linga­geðdeild Land­spít­al­ans ávís­un upp á 1,2 millj­ón­ir króna í gær.

Góðgerðar­vika NFFG fór fram dag­ana 7.-11. apríl og var að þessu sinni hald­in til styrkt­ar BUGL.

Jón­as Breki Krist­ins­son, formaður íþrótta­nefnd­ar skól­ans, seg­ir nem­end­ur hafa langað til að styrkja mál­efni sem snerti bæði á nem­end­um skól­ans og sam­fé­lag­inu í heild sinni, því hafi BUGL orðið fyr­ir val­inu.

„Við í nem­enda­fé­lag­inu sett­um okk­ur hátt mark­mið fyr­ir vik­una og vild­um safna einni millj­ón. Vik­an ein­kennd­ist af áheita­söfn­un fyr­ir áskor­an­ir, dósa­söfn­un og góðgerðahlaupi,“ seg­ir Jón­as. Að viku lok­inni kom þó í ljós að nem­end­ur höfðu í sam­ein­ingu safnað 1.200.000 kr.

Skóla­meist­ar­inn fékk sér tattú

„Það var mjög gam­an að sjá kraft­inn í skóla­sam­fé­lag­inu, sjá alla koma sam­an og safna fyr­ir svona mik­il­vægu mál­efni,“ seg­ir Jón­as stolt­ur.

Aðspurður seg­ir hann þær áskor­an­ir sem nem­end­ur upp­fylltu hafa meðal ann­ars verið að aflita á sér hárið, vera hand­járnaður í skól­an­um, gista í skól­an­um, hlaupa frá Garðabæ til Kefla­vík­ur og keyra hring­inn í kring­um landið á 20 tím­um.

Skóla­meist­ar­inn, Krist­inn Þor­steins­son, hafi einnig tekið þátt en áskor­un hans hafi verið að fá sér tattú. Aðspurður seg­ist Jón­as því miður ekki eiga mynd af því ennþá. Krist­inn vilji ekki gefa upp hvernig tattúið verði fyrr en eft­ir tím­ann, sem hann er bú­inn að panta og bíður spennt­ur eft­ir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert