Starfsmaður fylgist nú með leigubílunum

Isavia hefur ráðið starfsmann í þeirri viðleitni að bæta þjónustu …
Isavia hefur ráðið starfsmann í þeirri viðleitni að bæta þjónustu við viskiptavini. mbl.is/Eyþór

Isa­via hef­ur bætt við stöðugildi sem verður með viðveru á aðkomu­svæði Kefla­vík­ur­flug­vall­ar. Er starfs­gild­inu ætlað að bæta þjón­ustu við viðskipta­vini með því að fylgj­ast með leigu­bíl­um, rút­um og öllu því sem teng­ist að kom­ast til og frá flug­vell­in­um.

Þetta staðfest­ir Guðmund­ur Daði Rún­ars­son, fram­kvæmda­stjóri viðskipta og þró­un­ar hjá Isa­via, í sam­tali við mbl.is en RÚV greindi fyrst frá. 

„Eitt af því sem viðkom­andi starfsmaður er að fara gera er að fylgj­ast með leigu­bíl­un­um og aðstoða kúnna á leigu­bíla­svæðinu og ann­ars staðar,“ seg­ir hann.

Vilja að leigu­bíl­ar fylgi leigu­bíla­lög­um

Síðustu daga hef­ur verið fjallað um yf­ir­töku hóps er­lendra leigu­bíl­stjóra á kaf­fiskúr leigu­bíl­stjóra í eigu Isa­via.

Á leigu­bíla­stæðinu sjálfu, þar sem leigu­bíl­ar eru í röðum að bíða eft­ir farþegum, eru oft mik­il vand­ræði eins og fjallað hef­ur verið um áður. Leigu­bíl­stjór­ar sem mbl.is hef­ur rætt við segja að ákveðnir leigu­bíl­stjór­ar reyni að svindla á kúnn­um og oft sýður upp úr í sam­skipt­um leigu­bíl­stjór­anna.

„Við erum að bæta þjón­ust­una á aðkomu­svæðinu og við höf­um sem aðstöðuveit­andi verið að ganga til­tölu­lega skýrt fram að þeir leigu­bíl­ar sem koma inn á svæðið okk­ar séu að upp­fylla leigu­bíla­lög­in eins og þau eru sett,“ seg­ir Guðmund­ur.

Hann nefn­ir í því sam­hengi að Isa­via reyni að koma í veg fyr­ir að svindlað sé á kúnn­um og að verðskrá sé sýni­leg í glugg­um.

Aft­ur á móti velt­ir hann því fyr­ir sér hvort að Sam­göngu­stofa og lög­regl­an eigi ekki frek­ar að sinna slíku hlut­verki frek­ar en hluta­fé­lag.

Vilja hafa þjón­ust­una til fyr­ir­mynd­ar

En ráðning starfs­manns­ins er ekki bara til að aðstoða fólk vegna leigu­bíla held­ur er verið að horfa heild­stætt á alla komu til og frá flug­vell­in­um sem þjón­ustu og reynt að tryggja gæði henn­ar fyr­ir viðskipta­vini.

„Við vilj­um að farþeg­arn­ir okk­ar, sem eru okk­ar aðalviðskipta­vin­ir, að þeir upp­lifi sömu gæðaþjón­ustu og ör­yggi hvort sem þeir taka rútu, leigu­bíl, fara á hjóli eða leggja bíln­um sín­um hjá okk­ur eða öðrum, eða taka bíla­leigu­bíl eða eru sótt­ir af ætt­ingj­um. Við vilj­um bara að þjón­usta sé í öll­um til­vik­um góð og hún sé til fyr­ir­mynd­ar,“ seg­ir Guðmund­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert