Hefja leikskóladvöl 29 mánaða gömul

Vonir eru bundnar við það að bjóða 18 mánaða börnum …
Vonir eru bundnar við það að bjóða 18 mánaða börnum leikskólapláss næsta vetur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Börn í Reykja­nes­bæ hefja leik­skóla­dvöl á aldr­in­um 20-29 mánaða göm­ul en ekki liggja fyr­ir ná­kvæm­ar töl­ur um meðal­ald­ur. Stefnt er að því að bjóða yngri börn­um pláss næsta vet­ur.

Þetta kem­ur fram í svari Ingi­bjarg­ar Bryn­dís­ar Hilm­ars­dótt­ur, leik­skóla­full­trúa Reykja­nes­bæj­ar, við fyr­ir­spurn mbl.is.

„Í Reykja­nes­bæ er börn­um boðið leik­skóla­pláss á því ári sem þau verða tveggja ára. Al­geng­ast er að börn­in byrji í leik­skól­an­um í ág­úst að loknu sum­ar­leyfi. Þau geta því verið á ald­urs­bil­inu frá 20 mánaða til 29 mánaða, ávallt er farið eft­ir kenni­tölu við inn­töku. Þessi skip­an mála hef­ur verið hjá okk­ur síðustu tíu árin,“ seg­ir í svari henn­ar.

Hefja dvöl fyrr í öðrum sveit­ar­fé­lög­um á suðvest­ur­horn­inu

Börn hefja því leik­skóla­dvöl mun seinna í Reykja­nes­bæ en í öðrum stór­um sveit­ar­fé­lög­um á suðvest­ur­horn­inu.

Í Kópa­vogi og Hafnar­f­irði eru yngstu börn­in 14 mánaða sem fá inn­göngu í leik­skóla, yngstu börn­um sem boðið hef­ur verið leik­skóla­pláss í Garðabæ eru átta mánaða göm­ul og í Reykja­vík eru börn 18 mánaða og eldri með boð um leik­skóla­pláss.

Þá eru öll börn 12 mánaða og eldri í Mos­fells­bæ með ör­uggt leik­skóla­pláss.

Reikn­ar með að staðan batni næsta vet­ur

Til stend­ur þó að bæta stöðuna í Reykja­nes­bæ að sögn Ingi­bjarg­ar.

„Á þessu ári erum við að opna tvo nýja leik­skóla og reikn­um með að geta farið að bjóða 18 mánaða göml­um börn­um leik­skóla­pláss næsta vet­ur,“ skrif­ar Ingi­björg.

„Varðandi mönn­un hef­ur það gengið ágæt­lega og við erum bjart­sýn á haustið þó að auðvitað vilj­um við alltaf fleiri leik­skóla­kenn­ara. Við höf­um fengið aðeins af starfs­fólki frá Grinda­vík.“

Ítrekað var spurt um meðal­ald­ur barna sem hefja leik­skóla­dvöl en eng­in svör bár­ust, að öðru leyti en að þau hefji dvöl á bil­inu 20-29 mánaða göm­ul.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert