Vesturbæjarlaug lokuð í mánuð í viðbót

Vesturbæjarlaug.
Vesturbæjarlaug. Ljósmynd/Aðsend

Vest­ur­bæj­ar­laug, sem hef­ur verið lokuð síðan 26. maí, mun ekki opna fyrr en 15. júlí. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Reykja­vík­ur­borg í dag.

Áður hafði Reykja­vík­ur­borg gefið út að laug­in skyldi opna þann 23. júní.

Ástæða lok­un­ar­inn­ar er sögð vera um­fangs­mikl­ar viðhalds­fram­kvæmd­ir. Nú hafi komið upp ófyr­ir­séð atriði sem hafi haft áhrif á fram­vindu verks­ins.

Lauga­kerfið, sem er frá 1961, er talið vera í verra ásig­komu­lagi en gert var ráð fyr­ir í upp­hafi. Því sé nauðsyn­legt að ráðast í um­fangs­meiri múr­viðgerðir en áður var gert ráð fyr­ir.

Þakka fyr­ir þol­in­mæðina

Í til­kynn­ing­unni seg­ir að nauðsyn­legt sé að taka múr­virkið sem ligg­ur yfir lauga­kerfi sund­laug­ar­inn­ar í burtu svo hægt sé að kom­ast að því.

Fram­kvæmdaaðilar séu að ganga frá því eins vel og hægt er til að koma í veg fyr­ir frek­ari fram­kvæmd­ir á því og þar með lok­an­ir í framtíðinni.

Þá seg­ir einnig að tím­inn verði nýtt­ur í önn­ur verk­efni meðan þetta meg­in­verk­efni sé klárað.

Anna Krist­ín Sig­urðsdótt­ir, for­stöðumaður Vest­ur­bæj­ar­laug­ar, þakk­ar sund­lauga­gest­um kær­lega fyr­ir skiln­ing­inn og þol­in­mæðina og seg­ir að allt kapp sé lagt á að klára viðgerðina í tæka tíð.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert