Umboðsmaður krefur Útlendingastofnun svara

Umboðsmaður Alþingis íhugar hvort hann hyggist taka málsmeðferðartíma Útlendingastofnunar á …
Umboðsmaður Alþingis íhugar hvort hann hyggist taka málsmeðferðartíma Útlendingastofnunar á sviði ríkisborgararéttar til athugunar og hefur af þessu tilefni ritað stofnuninni erindi. mbl.is/Haraldur Jónasson

Umboðsmaður Alþing­is met­ur nú hvort hann hygg­ist taka til skoðunar málsmeðferðar­tíma Útlend­inga­stofn­un­ar í mál­um vegna af­greiðslu um­sókna um ís­lensk­an rík­is­borg­ara­rétt og hef­ur af þessu til­efni ritað stofn­un­inni bréf þar sem seg­ir í niður­lagi:

Er þess jafn­framt óskað að Útlend­inga­stofn­un skýri nán­ar hvernig það sam­ræm­ist máls­hraðaregl­um stjórn­sýslu­rétt­ar að um­sókn­ir um rík­is­borg­ara­rétt sem stofn­un­inni hafa borist frá des­em­ber 2023 hafi enn sem komið er ekki verið tekn­ar til vinnslu. Er þá sem fyrr höfð hliðsjón af því að skil­yrði fyr­ir því að rík­is­borg­ara­rétt­ur verði veitt­ur með stjórn­valdsákvörðun, sbr. 8. og 9. gr. laga nr. 100/​1952, um ís­lensk­an rík­is­borg­ara­rétt, lúta að mestu leyti að hlut­læg­um atriðum sem koma fram í gögn­um sem um­sækj­end­ur láta stofn­un­inni í té sam­hliða um­sókn­um sín­um.

Breyt­ing með verklags­regl­um, en...

Á heimasíðu sinni ger­ir umboðsmaður grein fyr­ir því að hann hafi áður haft af­greiðslu­tíma um­sókna um rík­is­borg­ara­rétt til at­hug­un­ar, en hafi þá ekki talið ástæðu til að aðhaf­ast frek­ar, að svo stöddu, í kjöl­far breyt­inga á verklagi Útlend­inga­stofn­un­ar sem gerðu það að verk­um að málsmeðferðar­tím­inn stytt­ist úr sex­tán mánuðum í sex.

Nú væru hins veg­ar komn­ar fram vís­bend­ing­ar um að málsmeðferðar­tím­inn kynni að vera að minnsta kosti eitt og hálft ár og því óskað eft­ir því að stofn­un­in geri grein fyr­ir ástæðum þessa. Seg­ir svo:

Þá er óskað skýr­inga á því hvernig það sam­ræm­ist máls­hraðaregl­um stjórn­sýslu­rétt­ar að um­sókn­ir um rík­is­borg­ara­rétt sem stofn­un­inni hafa borist frá des­em­ber 2023 hafi enn sem komið er ekki verið tekn­ar til vinnslu.

Vís­ar umboðsmaður til fram kom­inn­ar kvört­un­ar til hans um málsmeðferðar­tím­ann og veit­ir Útlend­inga­stofn­un frest til 30. júní til að leggja fram svör sín um ástæður þessa.

Um­fjöll­un á síðu umboðsmanns

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert