Reyna að smíða kjarnorkuvopn

Stríð Stefán fór yfir allar helstu sviðsmyndir í átökum Írans …
Stríð Stefán fór yfir allar helstu sviðsmyndir í átökum Írans og Ísraels. Morgunblaðið/María

Það eru ef­laust marg­ir vest­ræn­ir þjóðarleiðtog­ar sem taka und­ir með orðum Friedrichs Merz kansl­ara Þýska­lands um að Ísra­el sé með árás­um sín­um á kjarn­orku­innviði Írans að vinna skít­verk­in fyr­ir vest­ræna heim­inn.

Þetta seg­ir Stefán Gunn­ar Sveins­son blaðamaður á Morg­un­blaðinu í nýj­asta þætti Dag­mála.

Eng­in ástæða fyr­ir Írana

„Ég held að í grunn­inn hafi hann al­veg rétt fyr­ir sér [Merz]. Íran með kjarn­orku­vopn er ekki mögu­leiki sem við á Vest­ur­lönd­um vilj­um horf­ast í augu við.“

Vika er liðin síðan Ísra­els­menn hófu árás­ir á kjarn­orku- og hernaðar­innviði Írana. Nokkuð ljóst er að Íran­ir voru að auðga úran í þeim til­gangi að koma sér upp kjarn­orku­vopn­um.

„Það er ná­kvæm­lega eng­in ástæða fyr­ir Írana að vera að auðga úran upp í 60% eða 90%,“ seg­ir Stefán.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert