Þvinguð til að gleyma tungumáli sínu

Yulia Kyrpa á fundinum í dag.
Yulia Kyrpa á fundinum í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stríðið í Úkraínu hef­ur haft mik­il áhrif á úkraínsk börn. Þau hafa ekki aðgengi að mennt­un eða heil­brigðisþjón­ustu og þau hafa misst for­eldri eða verið aðskil­in frá öðru eða báðum for­eldr­um vegna stríðsins.

Jafn­framt hafa mörg börn verið þvinguð til Rúss­lands þar sem Rúss­ar þvinga þau til þess að gleyma sjálfs­mynd sinni og tungu­máli og séu lát­in ganga í rússneksa her­inn.

Þetta seg­ir Yulia Kyrpa, fram­kvæmda­stjóri AEQUO og stjórn­ar­maður tjóna­skrár Evr­ópuráðsins fyr­ir Úkraínu, í sam­tali við mbl.is að lokn­um mál­fundi um vernd úkraínskra barna.

Börn­in sæta rúss­nesk­um áróðri

Hún seg­ir börn­in í Úkraínu þurfa aðgengi að mennt­un, heil­brigðisþjón­ustu og mannúðaraðstoð.

Kyrpa seg­ir mik­il­vægt að börn sem voru þvinguð til Rúss­lands skili sér heim þar sem þau sitja nú und­ir rúss­nesk­um áróðri. Börn­in eru þvinguð til þess að gleyma tungu­máli sínu og sjálfs­mynd sinni og er tal­in trú um að fortíð þeirra sé lygi og að framtíð þeirra sé með öllu tengd Rússlandi.

„Mann­rétt­inda­brot gegn börn­um þurfa að stoppa og Rúss­um á að vera refsað fyr­ir stríðsglæpi,“ seg­ir Yulia.

Úkraínu­menn þakk­lát­ir

Al­menn­ing­ur í Úkraínu er þakk­lát­ur fyr­ir það að tjóna­skrá Evr­ópuráðsins fyr­ir Úkraínu sé kom­in á lagg­irn­ar. Tjóna­skránni hef­ur nú borist um 35.000 mál þar sem bent er á tjón í Úkraínu af völd­um Rússa.

Hún seg­ir tjóna­skránna skapa von í brjósti Úkraínu­manna, þar sem hún sé fyrsta skref í átt að jafn­rétti í Úkraínu.

Frá pallborði í dag.
Frá pall­borði í dag. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert