Upp hefur komið bilun í fjarskiptabúnaði Mílu á Reyðarfirði.
Bilunin hefur áhrif á farsíma- og netþjónustu í Neskaupstað og Eskifirði og farsímasamband er einnig skert á nærliggjandi svæðum.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Mílu.
Samkvæmt Atla Stefáni Yngvasyni, samskiptastjóra Mílu, er unnið að greiningu á biluninni sem stendur.
Uppfært klukkan 17.13:
Öll þjónusta er komin í lag eftir að búnaður sem bilaði fyrr í dag á Reyðafirði var endurræstur, að því er segir í tilkynningu frá Mílu.