Farsíma- og netþjónusta komin í lag

Unnið er að greiningu á bilun í búnaði á Reyðarfirði …
Unnið er að greiningu á bilun í búnaði á Reyðarfirði sem stendur. mbl.is/Golli

Upp hef­ur komið bil­un í fjar­skipta­búnaði Mílu á Reyðarf­irði.

Bil­un­in hef­ur áhrif á farsíma- og netþjón­ustu í Nes­kaupstað og Eskif­irði og farsíma­sam­band er einnig skert á nær­liggj­andi svæðum.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Mílu.

Míla fjarskiptainnviðafyrirtæki.
Míla fjar­skiptainnviðafyr­ir­tæki. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Sam­kvæmt Atla Stefáni Yngva­syni, sam­skipta­stjóra Mílu, er unnið að grein­ingu á bil­un­inni sem stend­ur.

Upp­fært klukk­an 17.13:

Öll þjón­usta er kom­in í lag eft­ir að búnaður sem bilaði fyrr í dag á Reyðafirði var end­ur­ræst­ur, að því er seg­ir í til­kynn­ingu frá Mílu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert