„Hefðum ekki getað gert þetta án þeirra“

Guðrún Erla segir þau hafa unnið alla helgina við að …
Guðrún Erla segir þau hafa unnið alla helgina við að hreinsa flíkur frá efnalauginni á Háaleitisbraut. Ljósmynd/Garðar Pétursson

Guðrún Erla Sig­urðardótt­ir, eig­andi efna­laug­ar­inn­ar Bjarg­ar í Mjódd, seg­ir ganga vel að hreinsa eft­ir brun­ann sem varð í Efna­laug­inni Björg að Háa­leit­is­braut aðfaranótt fimmtu­dags. Hún seg­ir þau virki­lega þakk­lát starfs­fólki sínu sem hafi verið ómet­an­legt sein­ustu daga.

„Við hefðum ekki getað gert þetta án þeirra,“ seg­ir Guðrún í sam­tali við mbl.is.

Þau hafa verið að taka við föt­um frá Háa­leit­is­braut síðan á föstu­dag og hafa unnið fram á kvöld síðan þá við að hreinsa flík­ur þaðan.

Hafa unnið fram á kvöld alla helg­ina

„Við byrjuðum að fá föt hingað upp­eft­ir á föstu­dag­inn og við vor­um hérna á föstu­dags­kvöld og í all­an gær­dag fram á kvöld og erum hér núna og erum að hreinsa og hreinsa og þeir koma með fatnað hingað til okk­ar frá Háa­leiti jafn óðum,“ seg­ir Guðrún.

Hún seg­ir þau vera að vinna fatnaðinn og að fólk eigi von á skila­boðum frá þeim á morg­un, ekki all­ir, en að það verði von­andi ein­hver hluti til­bú­inn á morg­un.

„Við erum að gera okk­ar allra besta, okk­ur þykir þetta mjög leiðin­legt. Við ger­um það sem við get­um af því að við vit­um að fólk er með til­finn­inga­gildi í sín­um fatnaði og manni þykir vænt um föt­in sín og okk­ur þykir vænt um það sem við erum með í hönd­un­um.“

Ekki er enn vitað um upp­tök eða or­sök elds­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert