Viðbragðsaðilar á Suðurlandi, ásamt Landhelgisgæslu Íslands og slökkviliði Grindavíkur, tóku þátt í umfangsmiklu æfingarverkefni við Selfossflugvöll í gær frá 12 til 18.
Þetta kemur fram á Facebook-síðu lögreglunnar á Suðurlandi. Ljósmyndari mbl.is var á svæðinu og tók ljósmyndir af æfingunni.
Æfingin var liður í gerð kennsluefnis og fóru þar fram samhæfðar aðgerðir með þátttöku tveggja þyrla Landhelgisgæslunnar auk lögreglu, slökkviliðs og björgunarsveita.
Markmið verkefnisins var að efla samhæfingu og samstarf viðbragðsaðila á landsvísu.