Myndir: Umfangsmikil æfing við Selfoss

Æfing viðbragðsaðila með tveim þyrlum Landhelgisgæslunnar.
Æfing viðbragðsaðila með tveim þyrlum Landhelgisgæslunnar. mbl.is/Hákon

Viðbragðsaðilar á Suður­landi, ásamt Land­helg­is­gæslu Íslands og slökkviliði Grinda­vík­ur, tóku þátt í um­fangs­miklu æf­ing­ar­verk­efni við Sel­foss­flug­völl í gær frá 12 til 18.

Þetta kem­ur fram á Face­book-síðu lög­regl­unn­ar á Suður­landi. Ljós­mynd­ari mbl.is var á svæðinu og tók ljós­mynd­ir af æf­ing­unni. 

Þyrlan á flugi og rjúkandi blys við jörðu.
Þyrl­an á flugi og rjúk­andi blys við jörðu. mbl.is/​Há­kon

Æfing­in var liður í gerð kennslu­efn­is og fóru þar fram sam­hæfðar aðgerðir með þátt­töku tveggja þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar auk lög­reglu, slökkviliðs og björg­un­ar­sveita.

Töluverður viðbúnaður viðbragðsaðila við gerð kennsluefnisins.
Tölu­verður viðbúnaður viðbragðsaðila við gerð kennslu­efn­is­ins. mbl.is/​Há­kon

Mark­mið verk­efn­is­ins var að efla sam­hæf­ingu og sam­starf viðbragðsaðila á landsvísu.

Viðbragðsaðilar á Suðurlandi ásamt Landhelgisgæslu Íslands og slökkviliði Grindavíkur tóku …
Viðbragðsaðilar á Suður­landi ásamt Land­helg­is­gæslu Íslands og slökkviliði Grinda­vík­ur tóku þátt. mbl.is/​Há­kon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert