Múmínálfaheimur rís í Kjarnaskógi

Glæsilega bláa Múmínálfaturninn má nú finna í Kjarnaskógi.
Glæsilega bláa Múmínálfaturninn má nú finna í Kjarnaskógi. Ljósmynd/Aðsend

Ævin­týra­heim­ur Múmí­nálf­anna rís nú í Kjarna­skógi á Ak­ur­eyri, en Ingólf­ur Jó­hanns­son, fram­kvæmda­stjóri skóg­rækt­ar­fé­lags Eyf­irðinga seg­ir skóg­inn til­val­inn æv­in­týra­skóg fyr­ir verk­efni sem þessi. 

„Þetta á sér lang­an aðdrag­anda, Kjarna­skóg­ur er lýðheilsup­ara­dís Ak­ur­eyr­inga. Við höf­um unnið skóg­inn út frá því, til að þjón­usta allskon­ar úti­vist, þar á meðal erum við með þrjú leik­svæði sem eru mjög mik­il­væg í því sam­hengi. Ekki bara vegna þess að þar eru leik­tæki, held­ur kem­ur þetta hreyf­ingu á fólkið,“ seg­ir Ingólf­ur.

Unnið er að ævintýraheimi í Kjarnaskógi á Akureyri.
Unnið er að æv­in­týra­heimi í Kjarna­skógi á Ak­ur­eyri. Ljós­mynd/​Aðsend

Full­orðna fólkið dregið í göngu­túra

Hann seg­ir þau ungu geta dregið þá sem eldri eru í góða göngu­túra, jafn­vel þótt þeir nenni því ekki.

„Ég er til dæm­is afi og fer með barna­barnið mitt á eitt­hvað leik­svæði og nenni ekk­ert að hreyfa mig en krakk­inn veit af aparól­unni á hinu leik­svæðinu og dreg­ur mig þangað og svo veit hann af ærslabelgn­um á þriðja svæðinu og úr þessu verður helj­ar­inn­ar göngu­túr.“

Hér má sjá inn í Múmínálfaturninn.
Hér má sjá inn í Múmí­nálfat­urn­inn. Ljós­mynd/​Aðsend

Fleiri mann­virki í und­ir­bún­ingi

Ingólf­ur seg­ir staðinn til­val­inn æv­in­týra­skóg því að trén eru svo kræklótt og æv­in­týra­leg. Í kjöl­farið hafi þau ákveðið að drífa verk­efnið í gang.

„Þarna er trjálund­ur sem við höf­um verið að reyna að finna fyr­ir hlut­verk og hann á sér sögu aft­ur þegar for­ver­ar mín­ir voru að gróður­setja Kjarna­skóg en þá þurfti að prófa allskon­ar plönt­ur og þær sem tórðu voru Síberíulerk­ir sem var plantað í þenn­an reit.“

Enn á eft­ir að reisa fleiri mann­virki sem tengj­ast æv­in­týri Múmí­nálf­anna. Meðal þess er Múmín­brú­in, skipið og tjaldið. „Við vinn­um að þvi í sum­ar að ýta þessu áfram,“ seg­ir Ingólf­ur.

Það má finna tvær rennibrautir í Múmínálfaturninum.
Það má finna tvær renni­braut­ir í Múmí­nálfat­urn­in­um. Ljós­mynd/​Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert