Heilsugæsla verður opnuð á Flúðum í Hrunamannahreppi næsta haust í fyrsta sinn.
Jón Bjarnason, forseti bæjarstjórnar Hrunamannahrepps, segir í samtali við Morgunblaðið að það sé sérstaklega ánægjulegt að samhliða opnun heilsugæslunnar verði opnað apótek á staðnum.
„Við tókum frá rými í sama húsnæði fyrir apótekið á Flúðum, þannig að íbúar geta nú sótt heilsugæsluna og keypt t.a.m. lyf á sama stað. Þetta hefur jákvæð áhrif á allt nærumhverfið,“ segir hann.
Heilsugæslan verður í miðbæ Flúða í húsnæði sem sveitarfélagið keypti fyrir tveimur árum. Eftir að fréttist af kaupunum hafði Heilbrigðisstofnun Suðurlands samband og sýndi áhuga á húsnæðinu.
„Við erum að vinna með Framkvæmdasýslunni að innrétta húsnæðið í samræmi við nútímakröfur. Þetta verður virkilega flott og vandað húsnæði,“ segir Jón.
Hann gerir ráð fyrir að fastráðinn læknir verði áfram á staðnum eins og verið hefur í Laugarási, enda sé um að ræða tilfærslu á starfsemi um nokkra kílómetra.
Samfélagið bíður opnunarinnar með mikilli tilhlökkun en einnig er hafin vinna við nýja björgunarmiðstöð á svæðinu.
Sú miðstöð gæti bætt viðbragð sjúkra- og slökkvibifreiða, sérstaklega í ljósi töluverðrar umferðar ferðamanna um uppsveitir Árnessýslu.
„Viðbragðstími mun styttast og öryggi aukast á svæðinu. Við erum full tilhlökkunar hér,“ segir Jón að lokum.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar.
Til þess að lesa hana þarftu að skrá þig inn.
Ertu ekki með notendaaðgang? Fara í nýskráningu.
Þú ert innskráð(ur) sem ... en ert ekki með áskrift.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar að Morgunblaðinu, rafræns aðgangs á borð við vikupassa eða séráskriftar að viðkomandi efnisflokki á mbl.is.