Stór áfangi í Hrunamannahreppi

Flúðir Ný heilsugæsla ásamt apóteki verður opnuð á Flúðum í …
Flúðir Ný heilsugæsla ásamt apóteki verður opnuð á Flúðum í haust. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Heilsu­gæsla verður opnuð á Flúðum í Hruna­manna­hreppi næsta haust í fyrsta sinn.

Jón Bjarna­son, for­seti bæj­ar­stjórn­ar Hruna­manna­hrepps, seg­ir í sam­tali við Morg­un­blaðið að það sé sér­stak­lega ánægju­legt að sam­hliða opn­un heilsu­gæsl­unn­ar verði opnað apó­tek á staðnum.

„Við tók­um frá rými í sama hús­næði fyr­ir apó­tekið á Flúðum, þannig að íbú­ar geta nú sótt heilsu­gæsl­una og keypt t.a.m. lyf á sama stað. Þetta hef­ur já­kvæð áhrif á allt nærum­hverfið,“ seg­ir hann.

Ger­ir ráð fyr­ir fa­stráðnum lækni

Heilsu­gæsl­an verður í miðbæ Flúða í hús­næði sem sveit­ar­fé­lagið keypti fyr­ir tveim­ur árum. Eft­ir að frétt­ist af kaup­un­um hafði Heil­brigðis­stofn­un Suður­lands sam­band og sýndi áhuga á hús­næðinu.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert