Segir borgina hafa gengið of langt

Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir mikilvægt að finna …
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir mikilvægt að finna jafnvægispunkt í gjaldtöku bílastæða. Samsett mynd/mbl.is/Eggert

Breyt­ing­ar á gjald­skyldu bíla­stæða í miðborg­inni hafa haft gríðarleg áhrif á rekst­ur veit­inga­manna í borg­inni. Odd­viti Sjálf­stæðis­flokks­ins í Reykja­vík seg­ir borg­ina hafa gengið of langt. 

Þetta kem­ur fram í sam­tali Hild­ar Björns­dótt­ur, odd­vita Sjálf­stæðis­flokks­ins í Reykja­vík, við veit­inga­menn­ina Jakob Ein­ar Jak­obs­son og Ró­bert Aron Magnús­son í hlaðvarp­inu Borg­in.

Hild­ur sagði í þætt­in­um eðli­legt að bíla­stæði í miðborg væru gjald­skyld en það væri þó mik­il­vægt að finna rétt­an jafn­vægispunkt.

Þá sagði hún jafn­framt borg­ina hafa gengið of langt á síðustu árum og fulla ástæðu til að yf­ir­fara fyr­ir­komu­lag gjald­skyld­unn­ar. 

Tekj­ur auk­ist um 70%

Árið 2023 var ákveðið að hækka bíla­stæðagjöld í miðborg­inni um 40%, lengja þann tíma sem gjald­skylda gild­ir og inn­leiða gjald­töku á sunnu­dög­um.

Þá hef­ur gjald­skyldu­svæðið einnig verið stækkað veru­lega á und­an­förn­um árum. Þess­ar breyt­ing­ar hafa orðið til þess að tekj­ur Bíla­stæðasjóðs hafa vaxið um rúm 70% á kjör­tíma­bil­inu.

Heild­ar­tekj­ur sjóðsins, sem einkum koma frá bíla­stæðagjöld­um og stöðubrots­gjöld­um, námu tæp­um 2,2 millj­örðum króna árið 2024.

„Maður finn­ur að fólk set­ur það fyr­ir sig að það þurfi að finna stæði og það sé dýrt að leggja í miðborg­inni. Auðvitað á að vera ódýr­ara að leggja um kvöld og helg­ar. Við höf­um reynt að impra á því við Reykja­vík­ur­borg, og Bíla­stæðasjóð, að vera meira upp­lýs­andi,“ sagði Ró­bert Aron.

Bíla­stæðin illa kynnt

Hild­ur kveðst ætla taka málið upp á vett­vangi borg­ar­inn­ar og leggja til að bíla­stæðin verði bet­ur kynnt, til dæm­is að fólk geti nálg­ast raun­tíma­upp­lýs­ing­ar á vefsíðu eða í appi um fjölda lausra bíla­stæða á ólík­um stöðum. 

„Miðborg­in þarf auðvitað að vera aðgengi­leg fyr­ir alla mögu­lega far­ar­máta, það er fjöld­inn all­ur af stæðum í bíla­stæðahús­um í miðborg­inni en þau eru illa kynnt,“ sagði Hild­ur jafn­framt.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert