Stefnir íslenska ríkinu

Björn Óskarsson og Sigríður Dröfn Björnsdóttir
Björn Óskarsson og Sigríður Dröfn Björnsdóttir Ljósmynd/Aðsend

Björn Óskars­son seg­ist hafa lent á milli skips og bryggju eft­ir að hon­um var synjað um greiðslur úr Fæðing­ar­or­lofs­sjóði og hef­ur stefnt ís­lenska rík­inu.

Björn starfaði hjá Eft­ir­lits­stofn­un EFTA (ESA) í Brus­sel frá sept­em­ber 2023 til loka júlí 2024. Eft­ir heim­komu til Íslands í ág­úst hóf hann störf hjá lög­manns­stofu og sótti í sept­em­ber um fæðing­ar­or­lof vegna fæðing­ar dótt­ur sinn­ar í nóv­em­ber sama ár.

Um­sókn­inni var hafnað núna í janú­ar á þeim for­send­um að hann hefði ekki verið starf­andi á ís­lensk­um vinnu­markaði síðustu sex mánuði fyr­ir fæðingu barns­ins. Í synj­un Fæðing­ar­or­lofs­sjóðs var vísað til þess að tíma­bil hans hjá ESA í Belg­íu upp­fyllti ekki skil­yrði lag­anna, þar sem hann hafði ekki greitt trygg­inga­gjöld þar í landi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert