Tilkynningum um neyslu barna fjölgar um 60%

Mest fjölgar tilkynningum vegna áhættuhegðunar barna, eða um 14,5 prósent
Mest fjölgar tilkynningum vegna áhættuhegðunar barna, eða um 14,5 prósent Ljósmynd/Colourbox

Til­kynn­ing­um til barna­vernd­ar fjölgaði um 9,9 pró­sent á ár­inu 2024 miðað við árið á und­an, en til­kynn­ing­ar á ár­inu 2024 voru 16.751. 

Þetta kem­ur fram í nýrri skýrslu Barna- og fjöl­skyldu­stofu um sam­an­b­urð á fjölda til­kynn­inga til barna­vernd­arþjón­ustu á ár­un­um 2022 til 2024.

Mest fjölg­ar til­kynn­ing­um vegna áhættu­hegðunar barna, eða um 14,5 pró­sent. Und­ir þeim flokki fjölg­ar lang­mest til­kynn­ing­um um neyslu barna á vímu­efn­um eða öðrum efn­um sem hafa skaðleg áhrif. Er fjölg­un­in um 60 pró­sent á milli ár­anna 2024 og 2023 og varðar bæði stúlk­ur og drengi. 

Vandi barn­anna auk­ist vegna úrræðal­eys­is

Eru þess­ar niður­stöður í sam­ræmi við það sem fram hef­ur komið í um­fjöll­un mbl.is um mál­efni barna með fjölþætt­an vanda og það úrræðal­eysi sem rík­ir í mála­flokkn­um, meðal ann­ars í viðtali við Elísu Ing­ólfs­dótt­ur, fram­kvæmda­stjóra Barna­vernd­ar Reykja­vík­ur, í mars síðastliðnum.

Sagði hún að hóp­ur barna sem glím­ir við al­var­leg­an fíkni- og hegðun­ar­vanda hefði stækkað meira en hann hefði þurft að gera og vandi barn­anna hefði þyngst, vegna skorts á viðeig­andi meðferðarúr­ræðum á veg­um Barna- og fjöl­skyldu­stofu síðustu ár, eitt­hvað sem hefði ekki þurft að ger­ast ef börn­in hefðu verið grip­in fyrr og unnið mark­visst í vanda þeirra.

Til­kynn­ing­um til barna­vernd­ar vegna af­brota, sjálfsskaða og neyslu barna og ung­menna hefði fjölgað til muna vegna þessa.

Varða drengi í 82,6 pró­sent til­fella

Í skýrslu Barna- og fjöl­skyldu­stofu kem­ur einnig fram að til­kynn­ing­um um að barn komi sér und­an for­sjá hafi fjölgað um rúm­lega 30 pró­sent og varða þær til­kynn­ing­ar oft­ar stúlk­ur en drengi.

Til­kynn­ing­um vegna af­brota barna fjölgaði einnig á milli ára, eða um 8 pró­sent.

Til­kynn­ing­um vegna þess að barn beit­ir of­beldi fjölgaði um 21,9 pró­sent. Flest­ar slík­ar til­kynn­ing­ar, bæði vegna af­brota barna og barna sem beita of­beldi, eru vegna drengja, eða 82,6 pró­sent.

Til­kynn­ing­um frá ná­grönn­um fjölg­ar mest

Hlut­fall til­kynn­inga vegna áhættu­hegðunar barna var 33,7 pró­sent af öll­um til­kynn­ing­um til barna­vernd­ar árið 2024 og er það hærra hlut­fall en á ár­un­um 2022 og 2023.

Flest­ar til­kynn­ing­ar á ár­inu 2024 voru hins veg­ar vegna van­rækslu á börn­um eða 40,7 pró­sent allra til­kynn­inga og er það aðeins lægra hlut­fall en á ár­un­um 2022 og 2023.

Hlut­fall til­kynn­inga vegna of­beld­is gegn börn­um á ár­inu 2024 var 24,8 pró­sent, og er það aðeins lægra hlut­fall en árin á und­an.

Flest­ar til­kynn­ing­ar til barna­vernd­ar bár­ust frá lög­reglu, eða 39,7 pró­sent allra til­kynn­inga á ár­inu 2024, sem er held­ur hærra hlut­fall en árin tvö á und­an. Til­kynn­ing­um frá skól­um og heil­brigðis­kerf­inu hef­ur fjölgað síðustu ár og hélt áfram að fjölga á ár­inu 2024. Þá fjölgaði til­kynn­ing­um frá skól­um um 9,2 pró­sent á milli ára og um 3,4 pró­sent frá heil­brigðis­kerf­inu. Mest var fjölg­un til­kynn­inga frá ná­grönn­um eða um 24,7 pró­sent.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert