Töluverð aukning gistinátta í maí

Ferðamenn njóta sín í Bláa lóninu.
Ferðamenn njóta sín í Bláa lóninu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Gist­inæt­ur á hót­el­um í maí voru tæp­lega 431.000 á landsvísu. Fjölgaði þeim um 9,8% á milli ára en þær voru rúm­lega 392.000 á sama tíma í fyrra.

Mesta aukn­ing­in á gistinótt­um á milli ára var á Vest­ur­landi og á Vest­fjörðum en þar fjölgaði þeim um 31,6% á milli ára. Auk þess var um­tals­verð aukn­ing á Suður­nesj­um, eða 14,8%. Á höfuðborg­ar­svæðinu varð aukn­ing upp á 8,9% en gistinótt­um á höfuðborg­ar­svæðinu fjölgaði um rúm­lega 17 þúsund og sam­an­lagt um tæp­lega 22 þúsund í öðrum lands­hlut­um.

Gist­inæt­ur er­lendra ferðamanna voru tæp­lega 373.000, eða 87% af gistinótt­um hót­ela og er það aukn­ing upp á 9,6% frá því í fyrra. Stærst­ur hluti ferðamann­anna voru banda­rísk­ir, eða tæp­ur þriðjung­ur.

Fram­boð hót­el­her­bergja hef­ur auk­ist um 1,1% pró­sent á milli ára og jókst fram­boðið í öll­um lands­hlut­um nema á Aust­ur­landi þar sem það dróst sam­an um 5,3%. Fram­boðið jókst mest á Norður­landi en þar jókst það um 6%.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert