Tölvupóstar sem minna á hin alræmdu Nígeríubréf

Netglæpir eru algengari á sumrin.
Netglæpir eru algengari á sumrin. AFP

Tæp­lega 200 mál tengd net­glæp­um hafa borist lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu það sem af er þessu ári, eða rúm­lega 33 mál á mánuði að meðaltali. Tíðni netsvika eykst yfir sum­ar­tím­ann og þarf land­inn því að hafa var­ann á, sér­stak­lega á þess­um tíma.

Lög­regl­an bend­ir á að þessi fjöldi end­ur­spegli lík­lega aðeins lít­inn hluta af raun­veru­leg­um fjölda net­glæpa, þar sem reynsl­an hér­lend­is og á Norður­lönd­um sýn­ir að flest slík brot eru ekki til­kynnt.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu.

Alls kyns gerðir af net­glæp­um áber­andi

Fram kem­ur að fjöl­breytt form net­glæpa hafi verið áber­andi síðustu vik­ur. Þar má nefna svo­kölluð svika-SMS, gjafa­leiki á Face­book, sím­töl þar sem fólki er tal­in trú um að vanda­mál sé í tölv­um þeirra og ekki síst tölvu­pósta sem minna á hin al­ræmdu Níg­er­íu­bréf.

Lög­regla var­ar einnig við fjár­fest­inga­svik­um en áfram ber­ast til­kynn­ing­ar um mál þar sem ein­stak­ling­um er boðin aðstoð við að fjár­festa í raf­mynt.

Í slík­um til­fell­um biðja brota­menn þolend­ur gjarn­an um að hlaða niður for­rit­um í síma eða tölv­ur sín­ar, sem síðan eru notuð til að kom­ast yfir viðkvæm­ar upp­lýs­ing­ar.

Blekk­ing­ar með ra­f­ræn­um skil­ríkj­um

Þá hef­ur lög­regla fengið til­kynn­ing­ar um til­raun­ir til að blekkja fólk til að samþykkja ra­f­ræn skil­ríki án þess að það sé sjálft að reyna að skrá sig inn.

Lög­regl­an árétt­ar að aldrei eigi að samþykkja inn­skrán­ingu með ra­f­ræn­um skil­ríkj­um nema menn séu full­viss­ir um til­gang­inn.

„Það er líka mik­il­vægt að árétta að til að taka á móti greiðslum þarf ekki að samþykkja ra­f­ræn skil­ríki,“ seg­ir í til­kynn­ingu.

Net­glæp­ir fær­ast í auk­ana yfir sum­ar­tím­ann

Fyr­ir­tæki hafa einnig orðið fyr­ir barðinu á net­glæpa­mönn­um. Lög­regla hef­ur fengið til­kynn­ing­ar og kær­ur frá fyr­ir­tækj­um sem eru að fá tölvu­pósta, meðal ann­ars þar sem brota­menn kom­ast inn í tölvu­póst­sam­skipti milli söluaðila og kaup­anda og senda falsaða reikn­inga eða breyta ban­ka­upp­lýs­ing­um vegna reikn­inga.

Lög­regl­an hvet­ur fólk til að sýna sér­staka aðgát yfir sum­ar­mánuðina þar sem reynsl­an sýn­ir að net­glæp­ir taki þá aukið flug.

Þeir sem verða fyr­ir slíku broti eru hvatt­ir til að hafa taf­ar­laust sam­band við viðskipta­banka sinn og lög­reglu á net­fangið cy­bercrime@lrh.is. Mik­il­vægt sé að til­kynna brot eins fljótt og auðið er.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert